Domi endurnýjaði samning við Kormák/Hvöt
Juan Carlos Dominguez Requena, skrifaði í gær undir nýjan samning við Kormák/Hvöt en Domi kom til liðsins í fyrrasumar og var mikilvægur hlekkur í varnarleik liðsins. Á Facebooksíðu Knattspyrnudeildar Hvatar segir að stjórnin hlakki til áframhaldandi samstarfs við Domi. Við undirritun samningsins voru viðstödd Hámundur Örn og Lee Ann sem sitja í meistaraflokksráði Hvatar.
Aðalfundur knattspyrnudeildar Hvatar var haldinn í síðustu viku þar sem ný stjórn var kjörin en hana skipa Erla Ísafold Sigurðardóttir, Lee Ann Maginnis, Heimir Hrafn Garðarsson, Kristín Ingibjörg Lárusdóttir og Heiðar Þórisson sem er nýr aðili í stjórn. Jón Örn Stefánsson gaf ekki kost á sér í stjórnarkjöri og voru honum færðar þakkir á fundinum fyrir starf í þágu deildarinnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.