Átta tíu og átta kepptu í skíðagöngu

Vel var mætt í Fljótagönguna á skíðum sem haldin var á föstudaginn langa. Alls mættu 88 keppendur á aldrinum 6 til 82 ára og komu víðsvegar að af landinu.

Keppt var í mörgum flokkum og vegalengdirnar voru frá 1 kílómetra til 20 km. en í þeim flokki kepptu báðir landsliðsmenn Íslands.

Mótið fór fram í ágætu veðri en færi þyngdist þegar leið á daginn enda hlýtt í veðri. Í mótslok var kaffisamsæti og verðlaunaafhending í félagsheimilinu  Ketilási.

Allir þátttakendur fengu viðurkenningu og páskaegg fyrir þátttökuna.

Texti og myndir/ÖÞ

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir