Afmælishátíð skíðasvæðisins frestað
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
05.02.2015
kl. 08.58
Afmælishátíð sem vera átti á skíðasvæðinu í Tindastóli í dag, fimmtudaginn 5. febrúar, hefur verið frestað um viku, eins og fram kemur í tilkynningu á heimasíðu Tindastóls.
Hátíðin hefst kl. 15 og verður opið til kl. 21:00. Eru allir boðnir velkomnir í fjallið af þessu tilefni. Frítt verður á skíði fyrir börn að 18 ára aldri og 50% afsláttur af skíðum fyrir þau. Þá verður boðið upp á snjóþoturall og varðeld. Tilvalið er að skreppa í fjallið hvort sem men vilja fara á svigskíði, bretti, gönguskíði eða rölta um svæðið á tveimur jafnfljótum, njóta útiverunnar og hitta man nog annan.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.