Fréttir

Sterkur sigur Stólastúlkna á Víkingum

Lið Tindastóls í Lengjudeild kvenna hélt suður í höfuðborgina í dag en þar beið þeirra sterkt lið Víkingsstúlkna sem spáð var einu af tveimur efstu sætum deildarinnar fyrir tímabilið. Úr varð hörkuleikur þar sem bæði lið sóttu til sigurs og það reyndust Stólastúlkur sem kláruðu dæmið, sýndu góðan karakter eftir að hafa lent undir snemma leiks og fögnuðu öflugum 1-2 sigri.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls semur við leikmenn

Í dag, á Gránu, skrifaði körfuknattleiksdeild Tindastóls undir samninga við nokkra leikmenn. Allt eru þetta kunnugleg andlit og sagði Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, að stefnan væri að vera með sama lið og var, eða svona því sem næst.
Meira

Karlakórinn Heimir á Blönduósi í kvöld

Heimismenn stefna á Blönduós í kvöld, fimmtudaginn 2. júní, og halda tónleika í Blönduóskirkju kl. 20:30. Stjórnandi er Stefán R. Gíslason og undirleikari er Valmar Väljaots.
Meira

Vel heppnaður opinn dagur Skagfirðingasveitar

Laugardaginn 28. maí hélt Björgunarsveitin Skagfirðingasveit á Sauðárkróki opinn dag fyrir bæjarbúa. Ýmislegt var um að vera í húsinu og gafst gestum meðal annars kostur á að prófa klifurvegginn, spreyta sig í kassaklifri, fara rúnt með snjóbílnum og skoða tæki sveitarinnar.
Meira

Rektorsskipti við Háskólan á Hólum

Þann 31. maí var haldin hátíðleg athöfn þegar fóru fram formleg rektorsskipti við Háskólann á Hólum. Erla Björk Örnólfsdóttir lét af störfum sem rektor og Dr. Hólmfríður Sveinsdóttir tók formlega við embættinu.
Meira

Viljayfirlýsing undirrituð um uppbygging fjölskyldugarðs á Sauðárkróki

Í síðustu viku var skrifað undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu fjölskyldugarðs á Sauðárkróki milli Svf. Skagafjarðar og Kiwanisklúbbsins Freyju. Markmið fjölskyldugarðsins er að stuðla að ánægjulegum samverustundum barna og foreldra og um leið að efla útiveru og hreyfingu í anda heilsueflandi samfélags.
Meira

Aðalfundur UMFT

Aðalstjórn Ungmennafélagsins Tindastóls boðar til aðalfundar miðvikudaginn 15. júní kl. 20:00 í Húsi frítímans Sæmundargötu 7 á Sauðárkróki. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf.
Meira

Ásgeir Trausti er fínn með morgunkaffinu / ÓLAFUR RÚNARS

Að þessu sinni tekur Tón-lystin hús á Ólafi Rúnarssyni sem er árgerð 1970. Hann er innfæddur Garðbæingur en býr nú á Hvammstanga og kennir þar við Tónlistarskóla Húnaþings vestra en að auki kennir hann líka við Auðarskóla í Dölum. Ólafur segir að pabbi hans eigi rætur að rekja á Refsstaði í Laxárdal sem og Björnólfsstaði í Langadal og Litlu-Ásgeirsá í Þorkelshólshreppi sem nú er í Húnaþingi vestra.
Meira

Skýrslu um blóðtöku úr fylfullum hryssum skilað til matvælaráðherra

Starfshópur sem Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, skipaði í lok árs 2021 til að skoða starfsemi, regluverk, eftirlit og löggjöf í kringum blóðtöku úr fylfullum hryssum hefur skilað skýrslu sinni. Í skýrslunni er rýnt í umfang starfseminnar, eftirlit, dýravelferð, löggjöf, sjónarmið hagaðila og tillögur settar um framhaldið.
Meira

Nemendur Höfðaskóla fengu folf diska frá foreldrafélaginu

Í gær, á síðasta skóladegi í Höfðaskóla á Skagaströnd, fengu allir nemendur skólans folf disk í gjöf frá foreldrafélagi skólans en nýverið var settur upp frísbígolfvöllur á Skagaströnd og segir á heimasíðu Höfðaskóla að sé mjög vel heppnaður.
Meira