Fréttir

Sveitarstjórn Húnabyggðar fundaði í fyrsta sinn

Fyrsti fundur sveitarstjórnar Húnabyggðar var haldinn í Dalsmynni í gær. Á honum var skipað í nefndir og ráð og helstu embætti. Guðmundur Haukur Jakobsson var kjörinn forseti sveitarstjórnar og Grímur Rúnar Lárusson varaforseti.
Meira

Textílmiðstöðin hýsir Iceland Field School

Fram kemur á heimasíðu Textímiðstöðvarinnar að Iceland Field School frá Concordia háskólanum í Montreal sé lentur á Blönduósi og munu nemendurnir dvelja í Textílmiðstöðinni allan júnimánuð.
Meira

Fyrstu græjurnar kölluðust Fermingargræjurnar / BINNI ELEFS

Tón-lystin hringir nú dyrabjöllu í Hagalandi í Mosfellsbænum en þar býr Brynjar Elefsen (1979) en hann segir Mosó að verða nokkurs konar aflandssveitarfélag Króksara. „Ég fæddist á Siglufirði en flutti á Krókinn sex ára. Föðurættin er sigfirsk og afsprengi síldarævintýrsins þar sem langafi flutti hingað frá Noregi. Móðurættin er skagfirsk og við köllum okkur Hjartarhyskið. Móðir mín er Bjarnfríður Hjartardóttir, dóttir Lillu og Hjartar á Hólmagrundinni,“ segir Brynjar fjallhress.
Meira

Íbúðir í gamla barnaskólanum á Króknum í sölu

Um helgina verður opið hús í gamla barnaskólanum við Freyjugötu á Sauðárkróki sem nú hefur fengið nýtt hlutverk þar sem búið er að innrétta glæsilegar íbúðir sem brátt fara á sölu. Það er Landmark fasteignamiðlun sem sér um söluna en þar eru meðal eigenda hjónin Monika Hjálmtýsdóttir og brottflutti Króksarinn Júlíus Jóhannsson. Feykir settist niður með þeim og forvitnaðist örlítið um málið.
Meira

Bann gegn guðlasti lögfest á ný

Fyrir Alþingi liggur frumvarp forsætisráðherra um breytingu á lögum jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna. Lagt er til að fjölga mismununarþáttum þannig að lögin gildi ekki eingöngu um jafna meðferð einstaklinga óháð kynþætti og þjóðernisuppruna heldur einnig um jafna meðferð óháð trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu á öllum sviðum samfélagsins utan vinnumarkaðar.
Meira

Dætur og synir Norðurlands vestra - ný upplýsingaskilti

Í dag var lokið við uppsetningu á upplýsingaskilti um Guðrúnu frá Lundi, sem er hið fyrsta í röðinni "Dætur og synir Norðurlands vestra". Skiltið er staðsett í landi Lundar í Fljótum, fæðingarstaðar rithöfundarins en í dag eru einmitt 135 ár liðin frá fæðingu hennar.
Meira

Aktu varlega! Mamma og pabbi vinna hér

Vitundarátakið; Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér, mun standa yfir í sumar. Af því tilefni var ritað undir viljayfirlýsingu þess efnis og kynnt til leiks eftirtektarverð skilti á morgunverðarfundi um öryggi starfsfólks við vegavinnu sem Vegagerðin stóð fyrir þriðjudaginn 7. júní 2022.
Meira

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins opnar með pompi og prakt

Ragnheiður Björk Þórsdóttir, veflistakona er höfundur Sumarsýningar Heimilisiðnaðarsafnsins 2022. Nefnist sýningin ÞRÁÐLAG og opnaði Ragnheiður hana sunnudaginn 29. maí að viðstöddum gestum. Verkin eru flest ný og gefa góða innsýn í fjölbreyttan heim veflistarinnar. Við opnunina sungu og spiluðu hjónin Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og Jón Ólafur Sigurjónsson (Hugrún og Jonni) nokkur lög við góðar undirtektir áheyrenda.
Meira

Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér Morgunverðarfundur Vegagerðarinnar um öryggi starfsfólks við vegavinnu.

Vegagerðin stendur fyrir morgunverðarfundi um öryggi starfsfólks við vegavinnu þriðjudaginn 7. júní 2022 klukkan 9.00 í húsakynnum Vegagerðarinnar að Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Flutt verða nokkur áhugaverð erindi en fundinum lýkur með kynningu og undirritun samkomulags um vitundarátakið; Aktu varlega! – mamma og pabbi vinna hér.
Meira

Fjallmyndarlegur sigur Tindastóls á Ásvöllum

Lið Tindastóls lék fjórða leik sinni í B-riðli 4. deildar í gær en þá mættu strákarnir liði KÁ á Ásvöllum í Hafnarfirði en þeir KÁ-menn eru b-lið Hauka. Stólarnir náðu yfirhöndinni um miðjan fyrri hálfleik og unnu að lokum öruggan 0-5 sigur og komu sér betur fyrir í toppbaráttu riðilsins sem er bísna sterkur.
Meira