Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Adomas Drungilas um að leika með Tindastól næsta tímabil. Drungilas þekkja allir en hann varð Íslandsmeistari með Þór Þorlákshöfn vorið 2021.
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
09.06.2022
kl. 13.35
Um komandi helgi munu um 30 manns úr Húnaþingi vestra halda áleiðis til Reykjavíkur, nánar tiltekið í Þjóðleikhúsið en síðustu daga hefur hópurinn verið við æfingar í Félagsheimilinu Hvammstanga á barnaleikritinu Pétri Pan sem sýna á í Kassanum í Þjóðleikhúsinu næstu helgi.
Þriðjudaginn 14. Júní verður haldinn golfdagurinn á norðurlandi á Hlíðarendavelli. Þetta er frábært tækifæri til að kynnast golfíþróttinni og dagskrá verður fyrir alla fjölskylduna.
Aðalfundur kvenfélagsins Heklu var haldinn í Skagabúð 7. júní s.l. Á fundinum fóru fram formannaskipti en þá lét Árný Margrét Hjaltadóttir á Steinnýjarstöðum af störfum sem formaður en því embætti hafði hún gegnt síðustu 37 ár.
Ólafur Adolfsson hefur allt til að bera sem þarf í hlutverk fyrsta þingmanns kjördæmisins. Djúpar rætur hans sem Snæfellings, landsþekkt forysta hans sem keppnismanns í íþróttum, farsæll, sigursæll og árangursríkur ferill sveitarstjórnarmanns á Akranesi og ekki síst óþreytandi barátta hans sem lyfsali á landsbyggðinni í baráttu við ofurefli.
Helsta forgangsmál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins berst fyrir að allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á einnig við um landsbyggðina og sjávarbyggðir.
Nú styttist í kosningarnar og frambjóðendur Samfylkingarinnar hafa verið á þönum um allt kjördæmi og við höfum átt samtal við mjög marga íbúa kjördæmisins, samtal sem mun hjálpa okkur á næstu fjórum árum, því kosningarnar eru bara einn liður, það er hvernig við förum með niðurstöðurnar og sinnum kjördæminu næstu fjögur árin sem skiptir öllu máli.
Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu.