Yfirlýsing frá VG í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður, Stjórnmál
14.06.2022
kl. 13.26
Vinstri græn í Skagafirði krefjast þess að farið verði eftir faglegu mati rammaáætlunar hvað varðar Jökulárnar í Skagafirði og þær verði settar í verndarflokk
Héraðsvötnin og Jökulárnar móta ásýnd og ímynd Skagafjarðar og eru undirstaða hins síkvika lífkerfis héraðsins allt frá jöklum til hafs. Tækifæri framtíðarinnar felast í að vernda þau og nýta þau óspjölluð í tengslum við fjölþætta útivist, veiði, ferðaþjónustu, landbúnað og aðra umhverfisvæna atvinnustarfsemi.Þýðing Vatnanna fyrir uppeldi fiskseiða, bæði ferskvatnsfiska og sjávarfiska er einnig ómetanleg. Ferðaþjónusta í Skagafirði er í vexti og hafa fljótasiglingar skapað svæðinu mikla sérstöðu, enda einstakar á heimsvísu.
Meira