Fréttir

Yfirlýsing frá VG í Skagafirði

Vinstri græn í Skagafirði krefjast þess að farið verði eftir faglegu mati rammaáætlunar hvað varðar Jökulárnar í Skagafirði og þær verði settar í verndarflokk Héraðsvötnin og Jökulárnar móta ásýnd og ímynd Skagafjarðar og eru undirstaða hins síkvika lífkerfis héraðsins allt frá jöklum til hafs. Tækifæri framtíðarinnar felast í að vernda þau og nýta þau óspjölluð í tengslum við fjölþætta útivist, veiði, ferðaþjónustu, landbúnað og aðra umhverfisvæna atvinnustarfsemi.Þýðing Vatnanna fyrir uppeldi fiskseiða, bæði ferskvatnsfiska og sjávarfiska er einnig ómetanleg. Ferðaþjónusta í Skagafirði er í vexti og hafa fljótasiglingar skapað svæðinu mikla sérstöðu, enda einstakar á heimsvísu.
Meira

Valur Valsson er LH-félagi ársins 2022

LH–félagi ársins eru hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar.
Meira

Nýtt nafn sveitarfélagsins samþykkt

Sveitarstjórn Skagafjarðar Fundaði í gær og fór m.a. yfir kosningu á nafni á sameinuðu sveitarfélagi Skagafjarðar og Akrahrepps.
Meira

Körfuknattleiksdeild Tindastóls semur við Taiwo Hassan Badmus

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Taiwo Hassan Badmus að leika annað tímabil með Tindastól.
Meira

Forsendur sauðfjárbúskapar á Íslandi við það að bresta

Í nýrri samantekt Byggðastofnunar, sem unnin var að beiðni Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra og ráðherra byggðamála, kemur fram að rekstrarafkoma sauðfjárbúa, fyrir fjármagnsliði og afskriftir, hafi verið neikvæð frá árinu 2018. Ekki er útlit fyrir að rekstur sauðfjárbúa batni á næstu árum og að óbreyttum tekjum eru forsendur sauðfjárbúskapar brostnar.
Meira

Heitavatnslaust tímabundið í dag í sunnanverðu Túnahverfi

Heitavatnslaust verður eitthvað frameftir degi í dag í sunnanverðu Túnahverfi vegna viðgerðar.
Meira

Viðhald við ærslabelginn

Ærslabelgurinn á Sauðárkróki er lokaður í dag, mánudgainn 13. júní, vegna viðhaldsvinnu.
Meira

Milwaukee mætir hjá Versluninni Eyri á morgun

Milwaukee bílinn, frá verkfærasölunni, verður hjá Versluninni Eyri á morgun. þriðjudag, frá klukkan 9 til 16.
Meira

Tveir í kjöri til vígslubiskups í Hólaumdæmi

Í lok maí greindi Feykir frá því að tilnefningum til vígslubiskups í Hólaumdæmi lauk og 25 einstaklingar fengu tilnefningu og að Sr. Gísli Gunnarsson, sóknarprestur í Glaumbæjarprestakalli, fékk flestar tilnefningar.
Meira

Borðspil - Majesty: For the Realm

Majesty: For the Realm er nýlegt tveggja til fjögurra manna spil Þar sem leikmenn eru að byggja upp sitt konungsdæmi í samkeppni við konungsdæmi hinna leikmannana. Leikmenn nota peð til kaupa persónur til að vinna fyrir sig. bruggari, verti, bakari og hefðarfólk er meðal þeirra sem leikmaður kaupir til sín. Hver leikur tekur 20 til 40 mínútur.
Meira