Fréttir

Bess ekki með Tindastól á næsta tímabili

Bakvörður Tindastóls í Subway deild karla Javon Bess mun ekki verða með liðinu á næstu leiktíð.
Meira

1238 – Baráttan um Ísland opnar gestasýningu í Víkingaheimum, Reykjanesbæ

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að í dag opnar gestasýning 1238 í Víkingaheimum, Reykjanesbæ. Það er skemmtileg tilviljun að það gerist í dag, þegar þrjú viðburðarík ár eru liðin frá því að sýningin opnaði á Sauðárkróki.
Meira

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilja að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar verði fylgt þrátt fyrir aflaskerðingu

Hafrannsóknastofnun birti í morgun ráðgjöf fyrir komandi fiskveiðiár 2022/2023 þar sem hæst ber áframhaldandi samdráttur í ráðlögðum þorskafla, að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Í samræmi við aflareglu stjórnvalda er lagt til að hámarksafli þorsks á næsta fiskveiðiári verði alls 208.846 tonn sem hefur hann ekki verið svo rýr í áratug eða frá 2012/2013 en þá var ráðlagt að veiða ekki meira en 196  þúsund tonn.
Meira

„Auðlindin okkar“ tekin til starfa

Hafin er vinna fjögurra starfshópa og samráðsnefndar um sjávarútvegsstefnu sem matvælaráðherra skipaði til að greina áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum.
Meira

Gæðingamót Þyts var um helgina 11.-12.júní

Um helgina, 11.-12. júní, var gæðingamót Þyts og úrtaka fyrir Landsmót. Boðið var upp á 2 rennsli en efstu þrír hestarnir í hverjum flokki í úrtöku hafa unnið sér inn farmiða á Landsmót. Einn polli tók þátt en það var hún Gígja Kristín Harðardóttir og stóð hún sig auðvitað með mikilli prýði.
Meira

Nýsamþykkt fjármálaáætlun er pólitísk markleysa

Eyjólfur Ármannsson skrifar.
Meira

Vernda og efla innlenda matvælaframleiðslu

Spretthópur sem matvælaráðherra skipaði vegna alvarlegrar stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi hefur nú skilað tillögum sínum og voru þær lagðar fyrir ríkisstjórn í morgun.
Meira

Húnaþing vestra hlýtur jafnlaunavottun

Sveitarfélagið Húnaþing vestra hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt staðlinum ÍST: 85:2012. Vottunin staðfestir að starfsfólk sveitarfélagsins sem vinnur sömu og/eða jafnverðmæt störf fær sömu laun og að ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.
Meira

Yfirlýsing frá VG í Skagafirði

Vinstri græn í Skagafirði krefjast þess að farið verði eftir faglegu mati rammaáætlunar hvað varðar Jökulárnar í Skagafirði og þær verði settar í verndarflokk Héraðsvötnin og Jökulárnar móta ásýnd og ímynd Skagafjarðar og eru undirstaða hins síkvika lífkerfis héraðsins allt frá jöklum til hafs. Tækifæri framtíðarinnar felast í að vernda þau og nýta þau óspjölluð í tengslum við fjölþætta útivist, veiði, ferðaþjónustu, landbúnað og aðra umhverfisvæna atvinnustarfsemi.Þýðing Vatnanna fyrir uppeldi fiskseiða, bæði ferskvatnsfiska og sjávarfiska er einnig ómetanleg. Ferðaþjónusta í Skagafirði er í vexti og hafa fljótasiglingar skapað svæðinu mikla sérstöðu, enda einstakar á heimsvísu.
Meira

Valur Valsson er LH-félagi ársins 2022

LH–félagi ársins eru hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar.
Meira