Það er eins og almáttugur eigi endalausar birgðir þokuskýja
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Mannlíf
13.09.2022
kl. 17.00
Um liðna helgi voru víða aðal smölunar og réttardagar haustsins. Skaginn austanverður skiptist í nokkur gangasvæði og var Hafragilsfjallið og Sandfellið smalað í blíðviðri á föstudaginn, en þar er féð rekið framfyrir Þverárfjallsveginn og í veg fyrir Enghlíðinga enda að lang mestu leiti kindur þaðan. Almennur gangnadagur var síðan áætlaður á laugardaginn en þann dag varð tæplega sauðljóst vegna þoku og hreifði sig ekki nokkur maður nema flokkur mikill sem gekk Tindastólinn undir styrkri stjórn Friðriks Steinssonar.
Meira