Fréttir

Bannað að klappa!

Herra Hundfúll las í fréttum að einhver hópur leikara við atvinnuleikhúsin væri með móral yfir því að fólk væri að klappa fyrir þeim að loknum sýningum. Þetta væri jú vinnan þeirra og alla jafna væri fólk ekki að klappa fyrir afgreiðslufólki í Bónusi eða gjaldkeranum í bankanum og þar fram eftir götunum...
Meira

Sveitarstjórnarkonur flagga fyrir meistaraflokki kvenna

Það er stór dagur í knattspyrnuheiminum í dag, alla vega í hugum margra Norðlendinga, þar sem baráttan um efsta sætið í Lengjudeildinni fer fram og þar með sigur í deildinni. Af því tilefni tóku nokkrar galvaskar konur úr sveitarstjórn Skagafjarðar það að sér, fyrir hönd sveitarstjórnar, að flagga fyrir stelpunum á ljósastaurum Skagfirðingabrautar við íþróttasvæðið.
Meira

Viktor Smári ánægður með lífið í Hæfileikamótun N1 og KSÍ

Þessa dagana fer fram Hæfileikamótun N1 og KSÍ drengja í Miðgarði í Garðabæ en lokahnykkurinn fer fram á Laugardalsvelli í dag. Drengirnir eru allir fæddir 2008 og eiga því að vera að spila með 4. flokki. Einn leikmaður úr liði Tindastóls/Hvatar/Kormáks er í 60 manna úrtakinu en það er Króksarinn Viktor Smári Davíðsson. Feykir hafði samband við kappann og spurði hann aðeins út í Hæfileikamótunina og fótboltann.
Meira

Úthlutunarferli Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra 2023

Opnað verður fyrir umsóknir í úthlutunarferli Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra fyrir árið 2023 mánudaginn 26. september nk. Í tilkynningu á vef SSNV segir að umsóknarfrestur sé til kl. 16:00 þriðjudaginn 1. nóvember 2022. Veittir eru styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar, verkefnastyrkir til menningarstarfs og stofn- og rekstrarstyrkir til menningarstarfs.
Meira

Pétur Jóhann óhæfur á Skagaströnd og Hvammstanga

Skagfirðingurinn grínaktugi, Pétur Jóhann Sigfússon, fer léttan rúnt á Norðurlandi vestra þessa dagana. Kappinn treður upp með uppistand sitt, Pétur Jóhann óhæfur, á Skagaströnd í kvöld og kvöldið eftir mætir hann jafnvel enn hressari á Hvammstanga.
Meira

Árhólarétt á Höfðaströnd fékk veglega andlitslyftingu

Í sumar hafa staðið yfir gagngerar endurbætur á Árhólarétt í landi Ljótsstaða á Höfðaströnd, en þar er réttað fé úr Unadalsafrétt. Réttin var byggð árið 1957 og leysti af hólmi grjóthlaðna rétt á Spánáreyrum í Unadal, sem byggð var árið 1900.
Meira

Maríuerla er Fugl ársins 2022

Þetta árið kepptu sjö fuglategundir um titilinn Fugl ársins í keppni sem Fuglavernd stóð nú fyrir annað árið í röð. Fimm fuglanna höfðu kosningastjóra sem unnu ötult og óeigingjarnt kynningarstarf fyrir sína smávini. Maríuerlan kynnti sig þó sjálf með hlýlegri nærveru sinni um allt land og þurfti ekki talsmann til að sigra keppnina með yfirburðum og 21% atkvæða. Í öðru og þriðja sæti lentu hinir ólíku en glæsilegu fuglar, himbrimi og auðnutittlingur, með 14% atkvæða hvor um sig. Alls kusu 2100 manns um fugl ársins 2022.
Meira

Hilmar Þór markahæstur og bestur í liði Kormáks/Hvatar

Aðdáendasíða Kormáks (og sennilega Hvatar líka) bíður ekki boðanna og hefur nú þegar tilkynnt val aðdáenda Kormáks/Hvatar á leikmanni, efnilegasta leikmanni og stuðningsmanni ársins 2022, þrátt fyrir að enn eigi liðið eftir að spila einn leik í 3. deildinni. Leikmaður ársins er Hilmar Þór Kárason sem hefur verið duglegur að setj'ann í sumar.
Meira

Hlífar Óli verður á mæknum í Síkinu

Á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls er sagt frá því að samið hefur verið við Hlífar Óla um að taka að sér hlutverk vallarkynnis á leikjum karla- og kvennaliða Tindastóls í vetur. „Hlífar Óla þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum en tilþrif hans i kynningum urðu landsfræg í úrslitakeppni síðasta tímabils,“ segir í laufléttri fréttinni.
Meira

Eva Rún blæs á slæma spá um gengi Stólastúlkna í körfunni

Á kynningarfundi Subway deildar kvenna, sem haldinn var í Laugardalshöll í gær, var m.a. kynntar spár formanna, þjálfara og fyrirliða liða í Subway- og 1. deild kvenna, og spá fjölmiðla fyrir Subway deild kvenna. Þar má sjá að Tindastól er ekki spáð góðu gengi í vetur.
Meira