Fréttir

Borgari á launum :: Leiðari Feykis

Þegar þessi pistill er í smíðum er að minnsta kosti 15 stiga hiti úti og líklega besta veður sumarsins hingað til. Það er nú ekki fallegt að bölva góðu veðri en ég nefndi það við prentarann að þetta væri alveg glatað að sitja inni á skrifstofu og rembast við að klára blaðið þegar hægt væri að vera á borgaralaunum eins og Píratar hafa hafa gert að tillögu sinni og lagt fram þingsályktun á Alþingi og notið blíðunnar úti.
Meira

Bæði körfubolti og fótbolti á Króknum í kvöld

Fyrsti körfuboltaleikur tímabilsins á Króknum fer fram í kvöld en þá mætast lið Tindastóls og Breiðablik b í 1. deild kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15 og eru stuðningsmenn hvattir til að fjölmenna og styðja Stólastúlkur til sigurs. Þá spilar 2. flokkur kvenna Tindastóls/Hvatar/Kormáks við Reykjanesúrvalið og hefst sá leikur stundarfjórðungi síðar.
Meira

Örfáir miðar lausir á Mugison í Gránu

Það er Laufskálaréttarhelgi í Skagafirði með öllu tilheyrandi og fólk verður væntanlega í stuði – líkt og vindurinn. Í Gránu mætir annað kvöld galvaskur Vestfirðingur með gítarinn og græjurnar, sjálfur Mugison. „Hann er mjög spenntur fyrir því að spila loksins á Króknum, vorum með tónleika hjá honum á dagskrá þegar heimsfaraldur skall á,“ segir Áskell Heiðar Ásgeirsson, tónleikahaldari í Gránu. Þá varð Mugison frá að hverfa en nú er hann mættur.
Meira

Erfiðir mótherjar Tindastólsliðanna í VÍS BIKARNUM

Það verður kannski ekki sagt að lið Tindastóls hafi dottið í lukkupottinn þegar dregið var í VÍS BIKARNUM í körfuknattleik í höfuðstöðvum VÍS í gær. Níu leikir verða spilaðir í 32 liða úrslitum og þar af tvær innbyrðisviðureignir úrvalsdeildarliða. Önnur þeirra verður í Síkinu en Stólarnir fá lið Hauka í heimsókn. Stólastúlkur þurfa að skjótast í Reykjanesbæ í 16 liða úrslitum þar sem úrvalsdeildarlið Keflavíkur bíður þeirra. Ætli VÍS bjóði engar tryggingar fyrir svona drætti?
Meira

Óviðeigandi ruslasöfnun á Gránumóum

Í námunni á Gránumóum á Sauðárkróki er svæði þar sem leyfilegt er að losa sig við steypuúrgang og malbik. Á heimasíðu Skagafjarðar kemur fram að svo virðast sem einhverjir kunni ekki að virða það að þar megi einungis losa steypuúrgang og malbik og hafa hent þarna öðru rusli sem ekki á heima þar.
Meira

Umhverfisviðurkenningar veittar í Húnaþingi vestra

Umhverfisviðurkenningar Húnaþings vestra fyrir árið 2022 voru veittar í miðri vikunni við hátíðlega athöfn á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga. Viðurkenningarnar hafa verið veittar árlega frá árinu 1999 og hafa í allt um 70 eignir eða aðilar fengið viðurkenningu. Að þessu sinni voru þrjár viðurkenningar.
Meira

Ævintýraferð nemenda unglingastigs Grunnskólans austan Vatna

Skólarnir eru komnir á fullt að hausti eins og lög og reglur gera ráð fyrir og þar er ávallt líf og fjör. Á heimasíðu Grunnskólans austan Vatna segir varaformaður nemendaráðs, Ingunn Marín B. Ingvarsdóttir, hressilega frá hinni árlegu Ævintýraferð nemenda unglingastigs skólans. Áð var á Fjalli í Kolbeinsdal og mun ferðin hafa heppnast vel í alla staði.
Meira

Pálina Fanney ráðin skólastjóri Tónlistarskóla Húnaþings vestra

Pálína Fanney Skúladóttir hefur verið ráðin skólastjóri Tónlistarskóla Húnaþings vestra og tekur við starfinu 1. október. Áheimasíðu Húnaþings vestra segir að Pálína var skipuð tímabundið í starfið í haust en ráðin til frambúðar á fundi sveitarstjórnar þann 8. september sl. Pálína er heimamönnum að góðu kunn en hún hefur um langt árabil verið organisti í héraðinu, stjórnað kórum, kennt tónmennt við Grunnskóla Húnaþings vestra auk þess að hafa um árabil starfað sem kennari við tónlistarskólann. Hún þekkir því starf skólans vel.
Meira

Öll börn fá bókasafnsskírteini óháð aldri

Lára Halla Sigurðardóttir á Sauðárkróki sendi Feyki grein á dögunum þar sem hún sagði frá viðskiptum sínum við bókasafnið á staðnum. Eldra barnið hennar, fjögurra ára, var spennt að fá að velja sér bók en þegar kom að því að fá bókasafnsskírteini til að geta fengið hana lánaða kom babb í bátinn þar sem barninu var neitað um slíkt. Nú hefur orðið breyting á þar sem öll börn munu í framtíðinni geta fengið skírteini í bókasafninu, óháð aldri.
Meira

Arnar Geir gerði sér lítið fyrir og sigraði í sínum riðil í pílunni

Keppni í Úrvalsdeildinni í pílukasti hófst á Bullseye við Snorrabrautina í Reykjavík í gærkvöldi en þá kepptu þeir fjórir kappar sem skipa riðil 1. Nýlega stofnuð pílu- og bogfimideild Tindastóls átti þar einn keppanda því Arnar Geir Hjartarson, sem fór að daðra við pílurnar fyrir tveimur árum, var mættur til leiks. Hann stimplaði sig rækilega inn því kappinn gerði sér lítið fyrir og sýndi stáltaugar þegar hann sigraði alla þrjá andstæðinga sína í riðlinum; tvo landsliðsmenn og núverandi landsliðsþjálfara.
Meira