Fréttir

Hrefna ráðin sviðstjóri skógarþjónustu

Hrefna Jóhannesdóttir, skógfræðingur á Silfrastöðum í Blönduhlíð í Skagafirði, hefur verið ráðin í stöðu sviðstjóra skógarþjónustu hjá Skógræktinni. Tekur hún við stöðunni 1. desember. Á heimasíðu Skógræktarinnar kemur fram að tíu umsóknir hafi borist í starfið, sem auglýst var í liðnum mánuði.
Meira

Hvorki frumleg né óumdeilanleg hugmynd að nýrri hugsun, segir Haraldur Benediktsson um nýja nálgun í vegagerð

Fundur um nýja nálgun í vegagerð var haldinn á Hvammstanga sl. þriðjudagskvöld en þar kynnti Haraldur Benediktsson, alþingismaður, tillögu um flýtingu framkvæmda vegagerðar um Vatnsnes. Auk erindis Haraldar, fjallaði Gísli Gíslason, nýsköpunarsetrinu Breið á Akranesi og fv. stjórnarformaður Spalar, um samstarf um samgönguframkvæmdir.
Meira

LS sýnir Skilaboðaskjóðuna í Miðgarði :: Bifröst vonandi tilbúin fyrir árslok, segir Guðmundur Þór

Eins og Feykir sagði frá í síðasta blaði mun Leikfélag Sauðárkróks færa haustverkefnið sitt, Skilaboðaskjóðuna eftir Þorvald Þorsteinsson, upp á svið Menningarhússins Miðgarðs í Varmahlíð, en miklar framkvæmdir standa nú yfir í Bifröst sem vonir stóðu til að yrðu yfirstaðnar fyrir áætlaðan frumsýningardag.
Meira

Óstarfhæft slökkvilið á Hofsósi og ónýtur slökkvibíll í Varmahlíð

Í skýrslu sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) gaf út sl. mánudag um stöðu slökkviliða á Íslandi má ráða að hún sé frekar bágborin hjá flestum stöðvum á Norðurlandi vestra. Í landshlutanum eru rekin fjögur slökkvilið; Brunavarnir Skagafjarðar, Slökkvilið Skagastrandar, Brunavarnir Austur-Húnvetninga og Brunavarnir Húnaþings vestra.
Meira

Norskir fyrirlesarar kynna á Hólum rannsókn sína um hross í umferð og hættur á vegum

Á morgun, fimmtudaginn 6. október, verður haldinn fyrirlestur heima á Hólum þar sem norskt rannsóknarfólk mun kynna niðurstöður sínar úr rannsókn sem það gerði vegna hesta og öryggi knapa í umferðinni. Einnig verða tryggingamál og reglur sem gilda fyrir umferðarslys í tengslum við hesta og önnur dýr.
Meira

Fullnægjandi gæði neysluvatnsins á Hofsósi

Á heimasíðu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra kemur fram að sýni staðfesti að gæði neysluvatnsins á Hofsósi séu fullnægjandi. „Það er því ekki nein þörf á því lengur að sjóða neysluvatnið á Hofsósi.“
Meira

Gul veðurviðvörun í kortunum

Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra en þar ríkir allhvöss norðanátt samfara mikilli rigningu á láglendi en slyddu eða snjókomu á fjallvegum þar sem búast má við erfiðum akstursskilyrðum og á það t.d. við um Öxnadalsheiði og Holtavörðuheiði. Þá má búast við vexti í ám og lækjum og auknum líkum á skriðuföllum og grjóthruni þar sem það á við. Á vef Vegagerðarinnar segir að krapi sé á Holtavörðuheiði, snjóþekja á Þverárfjalli og hálkublettir á Öxnadalsheiði og Vatnsskarði.
Meira

Háskólinn á Hólum eykur samstarf við aðra háskóla

Sem lítill, en framsækinn háskóli hefur Háskólinn á Hólum beitt sér fyrir auknu samstarfi við aðra háskóla. Með því er hægt að samnýta styrki skólanna og minnka kostnað beggja aðila. Fyrsta samstarfsverkefnið í þessari umferð var á sviði mannauðsráðgjafar. Þar sáu bæði Háskólinn á Hólum og Listaháskóli Íslands möguleika á að bæta þjónustu til starfsmanna sinna með samstarfi á milli skólanna. Því ákváðu skólarnir að ráða í nýja stöðu, þar sem skólarnir deila mannauðsráðgjafa.
Meira

Kaldavatnið á Hofsósi komið í lag

Niðurstöður sýnatöku neysluvatns á Hofsósi sýna að vatnið er hreint. Þetta kemur fram á heimasíðu Skagafjarðarveitna.
Meira

Kveðja til íbúa Fjallabyggðar

Karlmaður var stunginn til bana á Ólafsfirði aðfaranótt mánudags og er þrennt í gæsluvarðhaldi í kjölfarið; tvær konur og einn karl. Í yfirlýsingu frá bæjarstjóra Fjallabyggðar, Sigríði Ingvarsdóttur, kemur fram að samfélagið sé harmi slegið í kjölfar atburðarins. Nágrannasveitarfélögin Skagafjörður og Dalvíkurbyggð hafa fyrir hönd íbúa sent innilegar samúðarkveðjur til íbúa Fjallabyggðar.
Meira