Fréttir

Keflvíkingar lögðu Stólana í hörkuleik í Blue-höllinni

Það var nánast eins og framhald á úrslitakeppninni frá í vor þegar lið Keflavíkur og Tindastóls mættust í Blue-höll Reykjanesbæjar í fyrstu umferð Subway-deildarinnar í gærkvöld. Leikurinn var æsispennandi og liðin banhungruð og því ekki þumlungur gefinn eftir. Gestirnir byrjuðu betur og leiddu í hálfleik en smá rót kom á leik Stólanna þegar Drungilas var sendur úr húsi eftir að hafa rekið olnboga í höfuð Milka. Keflvíkingar komust yfir í kjölfarið og náðu með herkjum að innbyrða sigur gegn baráttuglöðum Tindastólsmönnum. Lokatölur 82-80.
Meira

Viðarsson frá Hofi valinn besti hrúturinn

Fjárræktarfélag Sveinsstaðahrepps hélt í gær lambhrútasýningu í Hvammi í Vatnsdal. Góð mæting var á viðburðinn, bæði af fólki og fénaði. Í flokki mislitra stóð efstur Grettissonur frá Akri. Í flokki kollóttra stóð efstur Fálkasonur frá Kornsá. Í flokki hyrntra stóð efstur Viðarssonur frá Hofi, og var hann jafnframt valinn besti hrútur sýningarinnar.
Meira

KS er annar nýrra eigenda Gleðipinna

Greint var frá því í gær að Kaupfélag Skagfirðinga og Árni Pétur Jónsson, fyrrum forstjóri Skeljungs, hafi samið um kaup á Gleðipinnum sem reka m.a. hamborgarakeðjurnar American Style og Hamborgarafabrikkuna. Fyrir átti KS Metro-staðina, þar sem McDonalds borgararnir fengust áður, en þar er nú unnið að endurbótum.
Meira

Étið meira lambakjöt! Leiðari Feykis

Ég rak augun í mjög svo athyglisverða frétt á Hringbraut í vikunni með yfirskriftinni - Gísli Marteinn setti Twitter á hliðina: „Veit einhver hvað við erum að fara drepa mörg lömb næstu vikurnar?“ Að vonum fékk sjónvarpsmaðurinn og borgarfulltrúinn fyrrverandi mikil viðbrögð við færslu sinni á Twitter enda gildishlaðin í topp.
Meira

Tónleikar til heiðurs Helenu Eyjólfs í Hofi og Salnum Kópavogi

Króksarinn brottflutti, Hulda Jónasar, hefur verið ötul við að færa landsmönnum gullkorn liðinna ára í formi sönglaga gamalla tíma. Of langt mál er að nefna alla þá tónleika sem hún hefur staðið fyrir en nú er komið að því að heiðra eina ástsælustu söngkonu þjóðarinnar, Helenu Eyjólfsdóttur föstudaginn 21. október í Hofi á Akureyri og laugardaginn 29. október í Salnum Kópavogi.
Meira

Gefðu þér góða stund í Gránu

Föstudagur er í uppáhaldi hjá mörgum og sumir svífa vængjum þöndum inn í helgina. Það lítur út fyrir að það megi gefa helginni gott start með því að kíkja á kvöldopnum á Gránu milli kl. 20-22 í kvöld. Þar skapa turtildúfurnar Fúsi Ben og Vordísin notalega stemmingu með lifandi tónaflóði á meðan ljósamyndasýningin Aðalgatan í áranna rás streymir áfram endalaust.
Meira

Norðan stormur og talverð slydda eða snjókoma – Minnir á desemberhvellinn 2019

Það er skammt stórra högga á milli hjá lægðum haustsins en spáð er miklum norðanhvelli snemma á sunnudagsmorgun svo allir landshlutar eru ýmist litaðir gulum eða appelsínugulum viðvörunum en allt frá Ströndum að Glettingi á Austurlandi, ásamt miðhálendi er appelsínugult ástand, annað gult. Á Ströndum og Norðurlandi vestra tekur viðvörunin gildi kl 8 á sunnudagsmorgun og linnir ekki fyrr en upp úr klukkan tvö aðfararnótt mánudags.
Meira

Aparólan á Króknum loksins tilbúin

Í gær var lokið við að strengja vír í aparólu sem staðsett er syðst og neðst í Túnahverfinu á Króknum svo loks gefst krökkum kostur á að leika sér í tækinu sem staðið hefur þráðlaust í sumar.
Meira

Fyrirlestur um hámarksheilsu á morgun

Á morgun, laugardaginn 8. október, verður haldinn fyrirlestur í Húsi frítímans í boði Heilsueflandi samfélag – Skagafjörður, þar sem Sigurjón Ernir Sturluson, íþróttafræðingur og þjálfari, mun deila reynslu sinni af leit hans að leiðum til að hámarka sína eigin heilsu.
Meira

Sérstakar aðgerðir til að liðka fyrir ráðningum - Starfsfólk vantar á leikskóla á Blönduósi

Á fundi sveitarstjórnar Húnabyggðar, sem haldinn var 13. september sl. voru samþykktar sérstakar aðgerðir til að liðka fyrir ráðningum starfsfólks við leikskóla Húnabyggðar.
Meira