Fréttir

UMFÍ verðlaunar USAH fyrir gott samstarf í héraðinu

Ungmennasamband Austur-Húnvetninga (USAH) hlaut á laugardag Hvatningarverðlaun UMFÍ fyrir verkefni sem stuðlað hefur að góðu og árangursríku samstarfi á milli ungmennafélaganna Hvatar á Blönduósi og Fram á Skagaströnd.
Meira

Bikarslagur í Síkinu í kvöld

Það er körfubolti á Króknum í kvöld en þá mætast lið Tindastóls og Hauka í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins. Reikna má með hörkuleik því Hafnfirðingar hafa unnið báða leiki sína í Subway-deildinni hingað til; lögðu lið Hattar í fyrstu umferð og endurtóku leikinn þegar Þór Þorlákshöfn kom í heimsókn. Leikurinn í Síkinu hefst kl. 19:15 en hann verður einnig sýndur í Sjónvarpinu og þá væntanlega á sparirásinni.
Meira

N1 kaupir bensínmenguðu húsin á Hofsósi

RÚV sagði frá því fyrir helgi að N1 hafi keypt tvö hús á Hofsósi sem staðið hafa tóm í tæp þrjú ár vegna bensínmengunar á staðnum. Mun þetta vera hluti af samkomulagi fyrirtækisins við eigendur húsanna enda húsin enn ónothæf og verða það þangað til hreinsunar- og mótvægisaðgerðir teljast fullnægjandi. Um er að ræða íbúðarhús við Suðurbraut 6 og veitingahús við Suðurbraut 10 en fimm manna fjölskylda flutti úr íbúðarhúsinu í desember 2019 og veitingastaðnum lokað um mánuði síðar.
Meira

Nemendur Árskóla söfnuðu birkifræjum til uppgræðslu og skora á aðra bekki að gera slíkt hið sama

Eftir umræður um gróðurhúsaáhrifin vildu nemendur 5. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki reyna að gera eitthvað sem gæti haft áhrif til góðs fyrir jörðina. Eftir umræður var ákveðið að fara í að safna og var hafist handa við að safna fyrir rúmum hálfum mánuði.
Meira

Nördaferð á U2 tónleika væri geggjuð / BALDVIN SÍMONAR

„Ég er sonur Símonar Skaphéðinssonar frá Gili og Brynju Ingimundardóttur frá Ketu í Hegranesi,“ segir Baldvin Ingi þegar Tón-lystin krækir í brottfluttan Króksarann. „Mér skilst að ég hafi tekið mín fyrstu skref hjá afa í Ketu en hann þurfti að hafa smá stjórn á mér þar. Afi átti Ketu áður en Símon [Traustason] keypti býlið. Þegar ég var á þriðja ári fluttum við á Krókinn, í Birkihlíð 19, og síðar í Dalatúnið sem eru í mínum huga æskustöðvarnar.“
Meira

Dreymir um gervigrasvöll í Húnabyggð :: Lee Ann í mörgum verkefnum fyrir Hvöt

Lee Ann Maginnis var á dögunum ráðin verkefnastjóri í afmörkuð verkefni af aðalstjórn Ungmennafélagsins Hvatar á Blönduósi samfara því að hafa einnig verið ráðin framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar Hvatar. Mörg spennandi verkefni sem þarf að sinna.
Meira

„Gat varla lesið þar sem augun flóðu í tárum“

Bók-haldið bankar að þessu sinni upp á á fremsta bænum í Fljótum, Þrasastöðum, og raskar ró Írisar Jónsdóttur, bónda. Hún er af árgangi 1971, stúdent frá FSu á Selfossi og búfræðingur frá Hvanneyri. Auk þess að vera bóndi vinnur Íris í Grunnskólanum austan Vatna, að hluta á bókasafninu.
Meira

Biðja fyrir snjóléttum vetri

„Helsta vandamálið við þetta verk er að við erum að leggja lögnina hálfum metra undir sjávarmáli í byrjun og gætir því flóðs og fjöru í lagnaskurðum. Við þurfum að láta dælu ganga allan sólarhringinn til að halda skurðum á þurru,“ segir Rúnar S. Símonarson hjá Vinnuvélum Símonar Skarphéðinssonar sem eru nú að vinna á Skagaströnd við fyrsta áfanga að fráveitu sem kallast Hólanes-Einbúastígur.
Meira

Söngstund í fjárhúsum :: Sönghópurinn Veirurnar heimsækir Norðlendinga

Í haustlitunum bjóða bændur í Húnavatnssýslu, Skagafjarðarsýslu, í Þingeyjarsveit, og Sönghópurinn Veirurnar upp á „Söngstund í fjárhúsum“ föstudaginn 21. og laugardaginn 22. október. Frítt er inn á meðan húsrúm leyfir.
Meira

Um Riishús á Borðeyri, endurbyggingu þess, sögu og starfsemi :: Áskorandapenninn Kristín Árnadóttir

Þegar þessi orð eru skrifuð skartar Hrútafjörðurinn sínu fegursta, spegilsléttur og bjartur og húsin á tanganum kúra í sólskininu, flest frá fyrri hluta síðustu aldar. Eitt þeirra sker sig þó úr; elsta húsið við Húnaflóa og jafnframt með þeim fallegri; Riishúsið á Borðeyri, byggt 1862.
Meira