Fréttir

Teymir forystuhrútinn á hesti

„Þetta var bæði grín og alvara til að byrja með,“ segir Eysteinn Steingrímsson, bóndi á Laufhóli, spurður út í forystuhrútinn Móra sem Eysteinn hefur haft með sér í leiðangra í Kolbeinsdal að leita eftirlegukinda.
Meira

Íslenska Gámafélagið með lægsta boð í sorphirðu í Skagafirði

Fjögur tilboð bárust í verkið „Sorphirða fyrir heimili, stofnanir, gámastöðvar o.fl. í Skagafirði 2023-2028“ en tilboð voru opnuð í lok september. Íslenska Gámafélagið ehf var með lægsta boð eða upp á 115,9% af kostnaðaráætlun. Einnig komu tilboð frá Kubbur ehf upp á 137%, Terra Umhverfisþjónusta 187,5% og GS Lausnir 212,5% af áætlun.
Meira

Hlátrasköll í Höfðaborg :: Leikhúsupplifun

Það ríkti verðskulduð eftirvænting í loftinu þegar Hofsósingar og nærsveitungar brugðu sér í félagsheimilið Höfðaborg á Hofsósi á laugardaginn. Óhætt er að segja að það hafi verið fullt út úr dyrum. Höfðu einhverjir á orði að þetta væri bara eins og í miðbæ Reykjavíkur. Aftur var húsfyllir seinna um kvöldið og ekki síður góðar undirtektir þar. Enda kominn tími til að sýna sig og sjá aðra og hlæja svolítið hressileg eina kvöldstund.
Meira

Sviðamessa til styrktar fyrstu vegasjoppunni á Íslandi

Boðað hefur verið til sviðamessu nk. laugardag, 29. október, í Félagsheimilinu á Hvammstanga og mun allur ágóði viðburðarins mun renna til endurbyggingar Norðurbrautar, fyrstu vegasjoppunnar, sem hugmyndir eru um að komið verði fyrir á lóð Verslunarminjasafnsins ásamt Bangsabát.
Meira

Nemendur Höfðaskóla heimsóttu Crossfit 550

Á mánudaginn skelltu nemendur Höfðaskóla á Skagaströnd, sem eru þátttakendur í valgreininni íþróttir og heilsufræði,sér á Krókinn til að taka á honum stóra sínum á Crossfit æfingu hjá Crossfit 550. Krakkarnir fengu smá fræðslu um crossfit og gerðu síðan WOD dagsins eða Work Of the Day eins og það kallast á ylhýru enskunni.
Meira

Ábyrgð á innheimtu meðlaga verði á Blönduósi

Áformað er að flytja starfsemi Innheimtustofnunar sveitarfélaga til ríkisins. Meginmarkmiðið er að einfalda verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga en hlutverk stofnunarinnar er að innheimta meðlög. Húnahornið segir frá því í frétt að tillögur þessa efnis hafi verið kynntar í greinargerð verkefnisstjórnar, sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra skipaði, á grundvelli viljayfirlýsingar ríkis og sveitarfélaga frá janúar 2021, til að skoða fýsileika á tilfærslu verkefna við innheimtu meðlaga frá sveitarfélögum til ríkisins. Megintillaga verkefnisstjórnarinnar er að færa ábyrgð á innheimtu meðlaga frá sveitarfélögunum til ríkisins.
Meira

Einelti er dauðans alvara :: Leiðari Feykis

Það er alltaf sami hausverkurinn að finna hvað skuli skrifa um í leiðara og oftar en ekki snarsnýst efnið í höndum skrifara áður en skrifum er lokið. Einhverjir kunna að halda að efnið sem tekið er fyrir hverju sinni sé útpælt og djúpt kafað í málin en hér verður mikið leyndarmál dregið fram úr skúmaskoti. Oftast nær er leiðarinn það síðasta sem ritað er í blaðið og ætíð undir tímapressu þar sem dauðalínan, eða „dead line“ upp á ástkæru enskuna, er nánast undir iljum skrifara.
Meira

Svandís kallar eftir upplýsingum frá Matvælastofnun

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur kallað eftir upplýsingum frá Matvælastofnun um framkvæmd eftirlits og verkferla vegna velferðar dýra þegar grunur leikur á að umráðamenn séu ekki að uppfylla ákvæði laga, hvort sem um er að ræða almennt eftirlit eða samkvæmt ábendingum sem berast stofnuninni.
Meira

Unglingsstúlkur austan Vatna gróðursettu 120 plöntur

Nú á haustdögum fékk unglingastig Grunnskólans austan Vatna úthlutað 120 plöntum úr Yrkju – sjóði æskunnar til ræktunar landsis. Búið var að finna plöntunum stað og hlutverk á Neistasvæðinu (íþróttasvæðinu) á Hofsósi sem skjól fyrir norðvestanáttinni.
Meira

Nokkrar skemmtilegar hugmyndir til að útbúa Halloween kökur

Sá þessar sniðugu hugmyndir þar sem notaðar eru bollakökur og svo er kremið smurt ofan á.
Meira