Fréttir

Leikir helgarinnar hjá 8.fl. drengja og stúlkna

Það voru tveir flokkar sem kepptu um helgina hjá yngri flokkum Tindastóls en það voru 8.fl. drengja og stúlkna. 10.fl. drengja átti einnig að spila tvo leiki við KR í Síkinu en óskað var eftir frestun á þeim leikjum þar sem KR-ingar eru í þjálfaravandræðum. Þeir verða því spilaðir helgina 18. og 19. nóvember í Síkinu og hvetjum við alla til að mæta á þá leiki. Ungmennaflokkur karla var með einn leik á dagskrá á móti Keflavík en þar sem þrír úr hópnum voru meiddir, þeir Eyþór Lár, Orri og Veigar, var óskað eftir frestun og var það samþykkt, sá leikur var færður til 12. nóvember.
Meira

Haukarnir kærðu bikarleikinn

Karlalið Tindastóls í körfunni fékk frí um helgina en liðið átti að spila við Njarðvíkinga fyrir sunnan í gær í 16 liða úrslitum VÍS. bikarsins. Ástæðan, eins og öllum ætti að vera kunnugt, er svindl (!) Tindastólsmanna þegar óvart fjórir erlendir leikmenn voru inni á vellinum þegar víti voru tekin. Það var brot á reglum. Í framhaldinu var talað um að Haukar mundu kæra atvikið og verða dæmdur sigur í leiknum en síðan var hald manna að KKÍ hefði tekið málið yfir og sett það í farveg. Í frétt Vísis í dag kemur hins vegar fram að það voru Haukar sem á endanum kærðu.
Meira

Vöðvasullur í sauðfé – Eigendur hvattir til að láta hreinsa hunda sína

Eins og oft áður hafa eftirlitsdýralæknar Matvælastofnunar orðið varir við vöðvasull í sauðfé frá nokkrum bæjum á yfirstandandi sláturtíð og segir Sigríður Björnsdóttir, héraðsdýralæknir NV- umdæmis að vöðvasullur hafi aðeins verið að sýna sig umdæminu.
Meira

Guðmar Freyr knapi ársins hjá Skagfirðingi

Á árshátíð Hestamannafélagsins Skagfirðings, sem fram fór síðasta föstudag í Ljósheimum, voru knapar ársins hjá félaginu verðlaunaðir, líkt og venja er fyrir. Félagið greinir frá því á heimasíðu sinni að Guðmar Freyr Magnússon hafi verið útnefndur knapi ársins.
Meira

Textílmiðstöðin með fjölþjóðlega vinnustofu á Blönduósi

Nú í síðustu viku október tók starfsfólk Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi á móti samstarfsaðilum sínum í evrópska rannsóknarverkefninu Centrinno. Heimsóknin var hluti af haustfundi verkefnisins og til Blönduóss komu samstarfsaðilar frá Barcelona og Genf en fundað var á sama tíma í París og Mílanó. Jafnframt sóttu fundinn fulltrúar frá París og Amsterdam og samstarfsaðilar í Háskóla Íslands.
Meira

Meistaraefnin úr Keflavík stöðvuðu bikardrauma Stólastúlkna

Það verður ekki sagt að Stólastúlkur hafi haft heppnina með sér þegar dregið var í VÍS bikarnum nú í haust því ekki var nóg með að lið Tindastóls þyrfti að spila á útivelli heldur dróst liðið á móti liði Keflavíkur sem enn hefur ekki tapað leik í Subway-deild kvenna. Það er skemmst frá því að segja að heimastúlkur reyndust sterkari aðilinn í leiknum og unnu hann af öryggi. Lokatölur 88-52 og lið Tindastóls því úr leik í VÍS bikarnum.
Meira

Stafasúpan stendur í íslenskufræðingnum Friðgný

Hringt var úr Fljótum í ritstjórn Feykis á dögunum. Í símanum var Friðgnýr Þórmóðsson frá Hraunkoti og var honum nokkuð niðri fyrir. Má með sanni segja að stafasúpan hafi staðið í honum. Samtalið fer hér á eftir...
Meira

Mögulegt að flýta framkvæmdum við Vatnsnesveg, segir Unnur Valborg, sveitarstjóri

Feykir hafði samband við Unni Valborgu Hilmarsdóttur, sveitastjóra Húnaþings vestra og spurði hvernig henni litist á þá nálgun Haraldar Benediktssonar, alþingismanns, sem hann sagði frá á Hvammstanga í upphafi mánaðar. Þar kynnti Haraldur tillögu um flýtingu framkvæmda vegagerðar um Vatnsnes. Hefur þessi hugmynd vakið mikla athygli en hann sagði hana hvorki frumlega né óumdeilanlega en ætlunin væri að flytja sérstakt þingmannafrumvarp til að hún fái framgang í stjórnkerfinu.
Meira

Mjög sprækir og stemming yfir liðinu :: Liðið mitt Halla Rut Stefánsdóttir

Sókn er besta vörnin segir máltækið og ekki er verra að hafa prest í sókninni en sr. Halla Rut Stefánsdóttir er einmitt sóknarprestur í utanverðum Skagafirði, allt frá Hólum í Hjaltadal og út í Barð í Fljótum. Svo brandarinn sé mjólkaður meira þá getur presturinn jarðað andstæðinginn án þess að fá spjald.
Meira

Stefnir í fróðlega og skemmtilega samkomu í Kakalaskála

Flugumýrarbrenna og hefnd Gissurar kallast viðburður helgaður Sturlungu sem fram mun fara í Kakalaskála í Skagafirði laugardaginn 29. október og hefst kl. 14:00. Í eldlínunni verða miklir kappar og sérfræðingar í Sturlungatímum; Óttar Guðmundsson geðlæknir, Einar Kárason rithöfundur og Sigurður Hansen staðarhaldari.
Meira