Fréttir

117 jólagjafir sendar frá Skagafirði.

Síðastliðin fjögur ár hefur Ladies Circle í Skagafirði tekið á móti jólagjöfum fyrir verkefnið Jól í Skókassa, á vegum KFUM & KFUK í safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju. Í ár söfnuðust 117 gjafir, en síðustu ár hafa safnast milli 50 til 60 gjafir á ári í Skagafirði. Var ánægjulegt að sjá hversu margir tóku þátt í ár.
Meira

Aðgerðarpakki 2 í leikskólamálum í Skagafirði

Síðasta vor blasti við erfið staða þegar kom að innritun barna í leikskóla Skagafjarðar. Talsverð vöntun var á starfsfólki eins og annars staðar í atvinnulífinu og ófyrirséð hvort hægt væri að nýta öll pláss leikskólanna sökum þess. Til að mæta þessum aðstæðum var brugðist hratt við og ráðist í aðgerðir til að bæta starfsumhverfi leikskólanna og laða að starfsfólk til að bæta þar úr, sbr. aðgerðarpakki 1 í leikskólamálum í Skagafirði.
Meira

Öllu er afmörkuð stund :: Leiðari Feykis

Það er fjör í pólitíkinni þessa dagana, ný forysta tekin við í Samfylkingunni, eftir vel heppnaðan landsfund um helgina, og það stefnir í harðan formannsslag hjá Sjálfstæðisfólki um næstu helgi en þá fer fram landsfundur flokksins.
Meira

Neyðarkallinn í ár er fyrstu-hjálpar kona

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit og unglingadeildin Trölli halda af stað arkandi um Krókinn seinnipartinn á morgun, fimmtudaginn 3. nóvember. Ástæðan er hin árlega neyðarkallssala þar sem lyklakippur af mismunandi gerðum eru seldar. Að sögn Hafdísar Einarsdóttur, formanns sveitarinnar, verður það fyrstu-hjálpar kona sem birtist upp úr umslaginu.
Meira

Góð mæting í lopapeysumessu í Goðdalakirkju

Í hinu ylhýra Sjónhorni mátti í síðustu viku finna auglýsingu um lopapeysumessu í Goðdalakirkju í hinum gamla Lýtingsstaðahreppi. „Komum í lopapeysum eða með þær. Hvaðan kemur munstrið? Veltum fyrir okkur munstrinu í lífinu,“ sagði í auglýsingu séra Döllu Þórðardóttur sóknarpresti. Feykir forvitnaðist örlítið um hvernig tókst til.
Meira

Háskólinn á Hólum varðveitir Sleipnisbikarinn, merkasta verðlaunagrip íslenskrar hestamennsku

Háskólanum á Hólum hefur verið falið að varðveita á milli Landsmóta hestamanna en samkomulag þess efnis var undirritað sl. föstudag í húsakynnum Söguseturs íslenska hestsins á Hólum. Það var Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, sem fól rektor skólans, Hólmfríði Sveinsdóttur, að varðveita gripinn, sem sagðist þakka traustið og virðinguna sem skólanum væri sýndur.
Meira

Hrekkjavakan í Byggðasafninu í Glaumbæ

Sennilega eru einhverjir orðnir ringlaðir með dagsetninguna á hrekkjavökunni en hún mun víst eiga daginn 31. október – sem var í gær. Í Árskóla á Sauðárkróki mæta nemendur og kennarar í búningum í dag en gengið var í hús á Króknum síðastliðinn laugardag og ýmist boðið upp á grikk eða gott. Í Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ var haldið upp á hrekkjavökuna nú um helgina.
Meira

Bauð sig fram til formanns til að leiða breytingar í Samfylkingunni

Á landsfundi Samfylkingarinnar, sem haldinn var um helgina á Grand Hotel í Reykjavík, var Kristrún Frostadóttir kjörin formaður Samfylkingarinnar en enginn bauð sig fram á móti henni. Hlaut hún 94,59 % greiddra atkvæða en á kjörskrá voru 382 og kjörsókn 77,49%. Lýsti hún yfir í ræðu sinni að meginverkefni Samfylkingarinnar næsta árið yrði m.a. að opna flokkinn með því að halda áfram að eiga umfangsmikið samtal við fólk um land allt.
Meira

Syndum – landsátaks í sundi hefst í dag

Í dag, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 10:00, verður landsátakið Syndum sett með formlegum hætti í Laugardalslauginni. Að átakinu stendur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sem er heilsu- og hvatningarátak í sundi og stendur frá 1.- 30. nóvember.
Meira

Ásgeir sendir frá sér Time on My Hands

Stórkanónur íslenskrar tónlistar eru skriðnar undan covid-teppinu og búnar að kasta efnilegum afurðum út í netheima. Björk er mætt til leiks með Fossora, Of Monsters and Men með Tíu og svo er frægasti fulltrúi Laugarbakka í Vestur-Húnavatnssýslu, hann Ásgeir Trausti, mættur með sína fjórðu breiðskífu, Time on My Hands.
Meira