Fréttir

Úrslit leikja sl. helgi hjá yngri flokkum Tindastóls í körfubolta

Um síðustu helgi spiluðu nokkrir flokkar Unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Tindastóls leiki eða 16 talsins og voru þrettán þeirra spilaðir í Síkinu.
Meira

Hungurdiskar á Skagaheiði :: Sjaldgæft heiti á vel þekktu fyrirbrigði

Það var fallegt um að litast á Skagaheiðinni um helgina er Guðmundur Sveinsson, rjúpnaskytta á Sauðárkróki, fór þar um í veiðihug. Vildi hann lítið gefa upp um feng eða nákvæma staðsetningu þegar Feykir falaðist eftir mynd, sem hann setti á Facebook-síðu sína, til að birta í blaðinu.
Meira

Gríðarmikill fróðleikur um skagfirska persónusögu :: Skagfirskar æviskrár komnar út

Níunda bókin í röð skagfirskra æviskráa, frá tímabilinu 1910-1950, er komin út en það er Sögufélag Skagfirðinga sem stendur að útgáfunni. Bókin er jafnframt sú tuttugasta sem félagið gefur út af Skagfirskum æviskrám en fjórar fyrstu bækurnar, frá tímabilinu 1890-1910, komu út á árunum1964-72 en á árunum 1981-99 komu út sjö bindi í flokknum 1850-1890. Árið 1994 hófst svo útgáfa á æviskrám frá tímabilinu 1910-1950 en hún hefur legið niðri frá árinu 2013.
Meira

Fullnýttur hælisleitendaleiðari :: Leiðari Feykis

Enn á ný standa öll spjót á ríkisstjórn Íslands varðandi brottvikningu egypskrar fjölskyldu af landinu í dag. Málið hefur vakið mikla athygli undanfarna daga og sitt sýnist hverjum. Þannig hafa margir þá skoðun að einungis sé verið að fara eftir settum lögum og reglum, sem ég tel líklegt, meðan aðrir telja jafnvel að um hreina illsku sé að ræða eða í næst versta falli af hluttektarleysi valdhafa.
Meira

Hrund ráðin forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar

Hrund Pétursdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar. Hún var valin úr hópi margra hæfra umsækjanda, en alls sóttu 18 aðilar um stöðuna. Þetta kemur fram á heimasíðu stofnunarinnar en þar segir ennfremur að Hrund hafi lokið B.Sc. prófi í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri og meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands auk þess að hafa lokið viðbótardiplómu í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla.
Meira

Engin aftaka veður í nóvember, segja spámenn Dalbæjar

Fundur Veðurklúbbs Dalbæjar var að þessu sinni haldin í Löngulaut, sem er aðstaða dagdvalar á neðri hæð Dalbæjar, þann 1. nóvember sl. Ellefu aðilar mættu og samræður allar hinar bestu, segir í skeyti spámanna til fjölmiðla.
Meira

Opnað hefur verið fyrir tilnefningar fyrir Viðurkenningarhátíð FKA 2023 – Hafðu áhrif á val á FKA viðurkenningarhöfum

Hvaða þrjár konur verða heiðraðar og valdar úr hópi tilnefndra kvenna kemur í ljós á næstu FKA Viðurkenningarhátíð FKA á Grand Hótel þann 26. janúar 2023, þá mun koma í ljós hvaða konur hljóta FKA viðurkenninguna, FKA þakkarviðurkenninguna og FKA hvatningarviðurkenninguna 2023.
Meira

Lokað fyrir heita vatnið "út að austan" á morgun

Íbúar út að austan, Hofsós og nærsveitir. Vegna viðgerðar á stofnlögn þarf að loka fyrir heita vatnið frá Hrolleifsdal á morgun þriðjudag 8. nóvember. Heitavatnslaust verður á öllu svæðinu frá Hrolleifsdal og inn í Viðvíkursveit.
Meira

Villi Árna í forystusveit Sjálfstæðisflokksins með Bjarna og Þórdísi

Kosningar fóru fram í gær um forystusveit Sjálfstæðisflokksins á seinasta degi 44. landsfundar sem hófst á föstudaginn. Nokkur spenna hafði ríkt um formannssætið þar sem Guðlaugur Þór Þórðarson hafði boðið sig fram gegn sitjandi formanni Bjarna Benediktssyni. Þá var kosið á milli þriggja sem boðið hafði fram krafta sína í ritaraembættið og fór svo að Skagfirðingur hreppti hnossið.
Meira

Strjúgur í Langadal :: Torskilin bæjarnöfn

Strjúgur í Langadal sem svo er nú skrifað og framborið, nálega af hverjum manni. Landnáma varpar ljósi yfir nafnið. Einn af sonum Evars, er „bjó í Evarskarði“ (ekki vita menn nú hvar Evarsskarð er, en líkur má færa fyrir því, að það muni vera það sem nú er kallað Litla-Vatnsskarð), var „Þorbjörn strúgr“ ; . . . Véfröðr sonur Evars „gerði bú at Móbergi enn Þorbjörn strúgr á Strúgsstöðum“ (Ldn. bls. 136).
Meira