Fréttir

Bjartmar treður upp í Sjávarborg

Það er ekki ólíklegt að skellt verði í einn Kótilettukarl eða Sumarliða þegar Bjartmar Guðlaugsson treður upp í Sjávarborg á Hvammstanga laugardagskvöldið 12. nóvember.
Meira

200 nýjar skagfirskar skemmtisögur í einni bók

„Jæja, hún er komin í hús blessunin, sjötta bókin í ritröðinni Skagfirskar skemmtisögur,“ segir Björn Jóhann Björnsson, skemmtisagnasafnari og Moggamaður, á Facebook-síðu sinni. Fram kemur að nú bætast um 200 sögur í sarpinn en alls eru sögurnar á prenti orðnar um 1.300 talsins.
Meira

Ekkert net- og símasamband við Skagaströnd í sex tíma

Húnahornið segir frá því að föstudaginn 4. nóvember síðastliðinn voru íbúar, fyrirtæki og stofnanir á Skagaströnd án net- og símasambands í sex klukkustundir þar sem ljósleiðari fór í sundur vegna framkvæmda í Refasveit. Atvikið afhjúpar alvarlega veikleika í öryggisinnviðum í sveitarfélaginu og ef upp hefðu komið tilfelli er varða líf og heilsu íbúa voru engar bjargir til staðar eða möguleiki til að kalla eftir aðstoð þar sem ekki náðist í 112 símleiðis.
Meira

Arnar með landsliðinu í undankeppni HM

Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik leikur tvo landsleiki í landsliðsglugganum sem nú er hafinn í undankeppni HM 2023. Liðið hefur æft saman síðustu daga og í kvöld, 11. nóvember, mæta strákarnir landsliði Georgíu í Laugardalshöllina. Leikurinn hefst kl. 19:30 og verður í beinni á RÚV en uppselt er á leikinn. Einn leikmaður Tindastóls, Arnar Björnsson, var valinn í landsliðshóp Íslands og fær vonandi að láta ljós sitt skína.
Meira

Ábyrgð dýravelferðar liggur ávallt hjá eiganda

Vegna umræðu í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum um velferð búfjár á tilteknum bæ í Borgarfirði, hefur Matvælastofnun sent út fréttatilkynningu til að árétta að stofnunin sé með málið til meðferðar. Þar kemur fram að á meðan vinnslu málsins stendur mun stofnunin sjá til þess að allir gripir búsins hafi aðgang að nægu heyi og vatni.
Meira

Mikilvægt að slökkviliðsmenn æfi reglulega

Slökkviliðsmenn Brunavarna Austur-Húnvetninga æfðu í síðustu viku björgun fastklemmdra og segir á Facebook-síðu þeirra að mjög mikilvægt sé að slökkviliðsmenn æfi reglulega hvernig beita eigi björgunarklippum og öðrum búnaði ef bjarga þarf fólki út úr bifreiðum eða öðrum klemmdum aðstæðum.
Meira

Aparóla Freyjanna formlega afhent skagfirskum æskulýð

Það voru glaðir krakkar sem tóku formlega við aparólunni, sem Kiwanisklúbburinn Freyja stóð fyrir að komið yrði upp í fyrirhuguðum leikvelli sunnan Eyrartúns í Túnahverfi á Sauðárkróki í hádeginu í dag. Verkefnið er unnið í samstarfi við Skagafjörð og segir Freyja Rut Emilsdóttir, forseti klúbbsins, það einkar ánægjulegt að taka fyrsta leiktækið í notkun.
Meira

Kosið um nafn á grunnskóla Húnabyggðar

Kosning um nýtt byggðarmerki er ekki eina kosningin sem íbúum Húnabyggðar gefst færi á að taka þátt í þessa dagana því nú fer einnig fram kosning um nafn á grunnskóla Húnabyggðar. Auglýst var eftir nöfnum á skólann og bárust 119 tillögur.
Meira

Kosið milli fjögurra tillagna að nýju byggðarmerki Húnabyggðar

Fyrr á árinu var íbúakosning í Húnavatnshreppi og á Blönduósi þar sem kosið var um sameiningu sveitarfélaganna. Sameining var samþykkt og það var að ýmsu að hyggja í framhaldinu. Þar á meðal að finna nýju sameinuðu sveitarfélagi, Húnabyggð, nýtt byggðarmerki. Fyrr í sumar var auglýst eftir tillögum og nú nú er hafin kosning á milli þeirra fjögurra merkja sem þóttu álitlegust.
Meira

Úrslit leikja sl. helgi hjá yngri flokkum Tindastóls í körfubolta

Um síðustu helgi spiluðu nokkrir flokkar Unglingaráðs körfuknattleiksdeildar Tindastóls leiki eða 16 talsins og voru þrettán þeirra spilaðir í Síkinu.
Meira