Fréttir

Tólf leikir hjá flokkum unglingaráðs um helgina

Um helgina fór fram fjölliðamót hjá MB10 stúlkna og drengja ásamt því að bæði 10 fl. drengja, 12. fl. karla og Ungmennaflokkur karla spiluðu einn leik hver.
Meira

Hugmyndafundir vegna uppbyggingar í gamla bænum á Blönduósi

Í byrjun september var undirrituð viljayfirlýsing um uppbyggingu í gamla bænum á Blönduósi. Að því tilefni verða haldnir tveir opnir hugmyndafundir dagana 22. og 23. nóvember þar sem safnað verður saman hugmyndum fólks um uppbyggingu gamla bæjarhluta Blönduóss. Fyrri fundurinn verður í Félagsheimilinu á Blönduósi kl. 19 en sá síðari fer fram í Reykjavík.
Meira

Vilja lækka aldursmörk á hvatapeningareglum niður í 0 ára

Á síðasta fundi félagsmála- og tómstundanefndar Skagafjarðar lögðu VG og Óháð ásamt Byggðalista fram tillögu um að reglur um núverandi aldurstakmark úthlutunar hvatapeninga verði breytt þannig að ungabörnum gefist strax kostur á úthlutun, þ.e. fyrir sinn fyrsta afmælisdag, í stað fimm ára eins og nú er og til 18 ára aldurs.
Meira

Högni Elfar tók sæti sem varaþingmaður á Alþingi í gær

Högni Elfar Gylfason, bóndi á Korná í Skagafirði, tók sæti á Alþingi í gær sem varaþingmaður Norðvesturkjördæmis fyrir Bergþór Ólason í Miðflokknum. Þar flutti hann m.a. jómfrúarræðu sína í óundirbúnum fyrirspurnartíma um aðgerðir í þágu kolefnishlutleysis og spurði forsætisráðherra m.a. út í landbúnaðarmál í því sambandi. Feykir hafði samband við Högna og spurði hann út í upplifun sína af fyrsta þingmannsdeginum.
Meira

Guðrún Ósk opnar málverkasýnginu í Listakoti Dóru

Málverkasýningin Kynvættir meðal vors verður opnuð laugardaginn 19. nóvember í sýningarsal Listakots Dóru íVatnsdalshólum í Austur-Húnavatnssýslu. Verkin á sýningunni eru máluð af Guðrúnu Ósk Aðalsteinsdóttur sem er stúdent af myndlistabraut Fjölbrautaskólan í Breiðholti en hún er frá Hvolsvelli. Þetta er hennar fyrsta einkasýning en Guðrún Ósk hefur verið viðloðandi listaheiminn frá barnsaldri og tekið þátt í sýningum og viðburðum.
Meira

Leyfi fyrir framkvæmdum í Spákonufellshöfða

Húnahornið segir frá því að Umhverfisstofnun hefur veitt leyfi fyrir framkvæmdum í Spákonufellshöfða en fyrirhugað er að reisa þar fuglaskoðunarhús, bæta og afmarka bílaplan, bæta merkingar og gera úrbætur og viðbætur á göngustígum fólkvangsins. Spákonufellshöfði er friðlýstur og öll mannvirkjagerð og hvers konar annað jarðrask óheimilt nema með leyfi Umhverfisstofnunar.
Meira

Öryggisbrestir í fjarskiptum – hvað er til ráða?

Bjarni Jónsson alþingismaður skrifar grein í Feyki 12. nóvember sl. um alvarlegan öryggisbrest í fjarskiptum á Skagaströnd. Brestur sem nútíma samfélag á ekki að þurfa að þola og því rétt að taka undir áhyggjur þingmannsins. Hér verður aðeins lagt inn í þessa umræðu.
Meira

Nýr deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga

Ásta Hermannsdóttir fornleifafræðingur hefur verið ráðin sem deildarstjóri fornleifadeildar Byggðasafns Skagfirðinga. Á Facebook-síðu safnsins kemur fram að undanfarin ár hafi Ásta starfað sem verkefnastjóri stefnumótunar og miðlunar hjá Minjastofnun Íslands.
Meira

Dagskráin um Eyþór og Lindina vel sótt

Í gær fór fram dagskrá í Frímúrarahúsinu á Sauðárkróki þar sem þess var minnst að 121 ár er liðið frá fæðingu Eyþórs Stefánssonar tónskálds á Sauðárkróki. Ætlunin var að minnast 120 ára afmælis hans í fyrra en Covid setti strik í þann reikning eins og svo marga aðra. Fín mæting var í sal frímúrara, fullt hús, og vel tókst til með söng og frásögn.
Meira

Fjölgar í tveimur sveitarfélögum af fimm á Norðurlandi vestra

Íbúum fjölgaði í öllum landshlutum á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. nóvember 2022. Hlutfallslega mest hefur fjölgunin verið á Suðurnesjum eða um 6,2% sem er fjölgun um 1.793 íbúa. Íbúum á Suðurlandi fjölgaði um 4,0% á tímabilinu eða um 1.303 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 10.220 frá 1. desember 2021 sem er um 3,1%. Á Norðurlandi vestra fjölgaði um 0,3%.
Meira