Fréttir

Töfraheimur Bifrastar :: Áskorandapenninn Óli Björn Kárason

Skrítið hvað hlutir verða minni eftir því sem maður verður eldri. Eða kannski að minningin stækki allt og fegri. Í æsku minni var ekkert hús á Króknum stærra en Bifröst og þar gerðust ævintýri í töfraheimi leiklistar, kvikmynda og tónlistar.
Meira

Stóllinn kominn á netið

Kynningarblaði körfuknattleiksdeildar Tindastóls, Stóllnum, var dreift í hús á Króknum í vikunni og hægt er að nálgast blaðið á nokkrum útvöldum stöðum í Skagafirði. Nú er búið að skella því á netið og hægt að lesa blaðið eða skoða myndirnar með því að smella á Stólinn hér á forsíðu Feykis.is.
Meira

USAH fagnaði 110 ára afmæli í gær

„Þetta gekk fínt og allir fóru út ánægðir,“ segir Snjólaug Jónsdóttir, formaður Ungmennasambands Austur-Húnvetninga (USAH) en sambandið fagnaði 110 ára afmæli með glæsilegri veislu á Blönduósi í gær. Gunnar Þór Gestsson, varaformaður UMFÍ, var á meðal gesta afmælisins ásamt þeim Andra Stefánssyni og Hafsteini Pálssyni frá ÍSÍ, fulltrúum aðildarfélaga USAH og sveitarfélaga. Þetta kemur fram á heimasíðu UMFÍ.
Meira

Skemmtikraftar og skaðræðisgripur í Gránu á sunnudaginn

Sunnudaginn 20. nóvember verður viðburður í Gránu á Sauðárkróki. Þá ætlar þjóðfræðingurinn og Strandamaðurinn Jón Jónsson að ræða um förufólk fyrri alda og segja af því sögur. Hann veltir meðal annars fyrir sér landlægum áhuga á sögum af sérkennilegu fólki og rifjar upp fjölmargar sögur. Frítt er inn á viðburðinn sem hefst kl. 14:00.
Meira

Fjöldi fólks mætti á upplestur í Safnahúsinu

Upplestrarkvöldið Héraðsbókasafns Skagfirðinga var haldið síðastliðið miðvikudagskvöld og það á sjálfum Degi íslenskrar tungu. Samkvæmt frétt á fésbókarsíðu safnsins tókst vel til og kvöldið ljómandi skemmtilegt. Frábær mæting var í Safnahúsið á Króknum og bókaþyrstir drukku í sig nærandi upplesturinn.
Meira

Stefnum á Norðurland - ráðstefna um fjárfestingar og uppbyggingu

Ráðstefnan „Stefnum á Norðurland“ verður haldin fimmtudaginn 24. nóvember í Hofi á Akureyri, frá 13-15:30. Á ráðstefnunni verða kynntar niðurstöður greiningar KPMG á þörf fyrir gistirými á Norðurlandi á næstu árum, sérstaklega með tilliti til aukinna umsvifa flugfélaga um Akureyrarflugvöll.
Meira

Takk fyrir mig! :: Leiðari Feykis

„Ég geri sko ekki neitt fyrir neinn sem gerir ekki neitt fyrir neinn,“ segir hinn lúðalegi Axel við vinkonu sína í hinni frægu kvikmynd Óskars Jónassonar Sódóma Reykjavík. Þetta hugarfar þekkja margir úr sínu nærumhverfi og hefur verið þekkt svo lengi sem elstu menn muna og verður líklega til meðan þeir yngstu tóra.
Meira

Bjarni Guðmundsson með fyrirlestur í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi

Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri, prófessor emeratus, mun flytja fyrirlestur í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi nú á laugardaginn. Fyrirlesturinn byggir á samnefndri bók hans, Konur breyttu búháttum – Saga Mjólkurskólans á Hvanneyri og Hvítárvöllum, sem kom út árið 2016.
Meira

Lilla í æfingahópi U16 kvenna Íslands

Magnús Örn Helgason, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið 33 stúlkna hóp sem æfir dagana 23.-25. nóvember í Miðgarði í Garðabæ. Ein stúlka frá Tindastóli er í hópnum en það er Sigríður Hrafnhildur Stefánsdóttir. Sjö stúlkur í hópnum koma frá liðum á landsbyggðinni; tvær frá Þór/KA, ein frá Hetti Egilsstöðum, ein frá ÍBV í Eyjum, ein úr Keflavík, ein úr ÍA og loks Lilla Stebba úr Tindastóli.
Meira

Bjarmanes – Menningarmiðja Norðurlands, Skagaströnd

Næstkomandi föstudag opnar Bjarmanes menningar-og samveruhús á Hólanesvegi, Skagaströnd. Að stofnun Menningarmiðju Norðurlands, sem rekur Bjarmanes: menningar- og samveruhús, standa vinkonurnar G. Eva Guðbjartsdóttir og Erla María Lárusdóttir sem búsettar eru á Skagaströnd. Þeim fannst vanta vettvang þar sem hægt væri að ýta undir menningu, listir og samveru á Skagaströnd og ákváðu að taka málin í eigin hendur.
Meira