Fréttir

Ykkar fulltrúar | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Kjördagur er á morgun og lokasprettur í kosningabaráttunni er hafinn. Við frambjóðendur Samfylkingarinnar í Norðvestur höfum verið á ferð og flugi um kjördæmið, fengið að kynnast fjölmörgum íbúum og fyrirtækjum í bland við gamla kunningja. Fyrir hönd okkar vil ég þakka öllum sem hafið tekið á móti okkur, boðið okkur spjall, nestað okkur með góðum hugmyndum og leyft okkur að heyra um áskoranir í daglegu lífi. Þessi samtöl gefa okkur kjark og orku að berjast fyrir hagsmunum kjördæmisins.
Meira

Rökkurganga í Glaumbæ 1. desember

Starfsfólk Byggðasafns Skagfirðinga skellir sér í sauðskinnsskóna – eða kuldaskóna – á sunnudaginn 1. desember og býður gestum að njóta samveru í rökkrinu í gamla bænum í Glaumbæ. „Andrúmsloftið í bænum verður eins og við jólaundirbúning um 1900,“ segir í tilkynningu frá safninu.
Meira

Við þorum að taka ákvarðanir | Gunnar Bragi Sveinsson skrifar

Kjördæmið okkar hefur verið afskipt um of langan tíma um leið og tækifærin eru um allt. Við þurfum að fá að nýta þessi tækifæri og fá til þess stuðning þar sem við á.
Meira

Aðventuhátíð í Hvammstangakirkju á sunnudag

Næstkomandi sunnudag, þann 1. desember sem jafnframt er fyrsti sunnudagur í aðventu, er aðventuhátíð í Hvammstangakirju og einnig í kapellu sjúkrahúss Heilbrigðisstofnunar Vesturlands.
Meira

Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Ríkisstjórnin hefur gert lítið sem ekkert til að auka framboð á húsnæði til að mæta hinni gríðarlegu eftirspurn á tímum fordæmalausrar íbúafjölgunar. Okkur hefur fjölgað um 15% frá 2017. Um 1.200 íbúðir i Grindavík hurfu vegna eldsumbrotanna á Reykjanesi. Til að ná niður verðbólgu og vöxtum er gríðarlega mikilvægt að tryggja nægt framboð á húsnæði um allt land fyrir lág- og millitekjufólk og fyrstu kaupendur.
Meira

Stóllinn, Stóllinn, Stóllinn, Tindastóll!

Nýr Stóll hefur litið dagsins ljós og var dreift í hús á Sauðárkróki í gær. Það er körfuknattleiksdeild Tindastóls sem gefur út en starfsfólk Nýprents safnar efni, útbýr viðtöl og hefur veg og vanda að uppsetningu og vinnslu. Það er síðan meistari Davíð Már sem annast myndatökur.
Meira

Vonast til að FabLab-aðstaða verði opnuð í byrjun næsta árs

Opið samráð um samfélagsmiðstöð í Félagsheimilinu Hvammstanga er kynnt á heima-síðu Húnaþings vestra. Feykir forvitnaðist aðeins um málið hjá Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra og þar á meðal hvaða þjónustu hún sjái fyrir sér að verði veitt í miðstöðinni.
Meira

Öflugur landbúnaður er lykill að kröftugri byggð

Til að stuðla að farsæld og heilbrigðum vexti landbúnaðar og fæðutengdrar starfsemi þurfum við að hugsa fyrir framtíðinni í stærra samhengi en mér sýnist hafa verið gert hingað til. Opinber stuðningur skiptir augljóslega máli, en fleiri þurfa að leggja lóð sitt á vogaskálarnar.
Meira

Tækifærin í Norðvesturkjördæmi

Norðvesturkjördæmi er einstakt, þar sem stórbrotin náttúra, rík saga og menning mætast. Til að byggja upp öflugt samfélag og skapa jákvæðar framtíðarhorfur, verðum við að nýta þau tækifæri er hér felast. Við í Vinstri grænum leggjum áherslu á vel mannaða heilsugæslu, bættar samgöngur, fjölbreytta atvinnu og verndun náttúrunnar, því þannig leggjum við grunninn að öflugu samfélagi til langframa.
Meira

Ég vil vera sterkur málsvari fyrir ykkur

Meira