Vill leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
02.02.2021
kl. 08.03
Gunnar Ingiberg Guðmundsson, fv. varaþingmaður Pírata í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér til að leiða lista Pírata í Norðvesturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Gunnar er uppalinn í Stykkishólmi, búsettur í Kópavogi og stundar nám við Háskólann í Reykjavík.
Í tilkynningu segir að Gunnar Ingiberg sé menntaður skipstjórnarmaður, rekur eigin smábátaútgerð og hefur hug á því að fylgja eftir sjávarútvegstefnu Pírata. Hann er fæddur 17. desember 1983.
Gunnar Ingiberg er fyrsti flutningsmaður frumvarps til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006, (strandveiðar). Meðflutningsmenn eru Smári McCarthy, Einar Brynjólfsson og Björn Leví Gunnarsson. Sjá HÉR.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.