Vilja að stjórnvöld framlengi átakið Allir vinna út árið 2022

Húnahornið segir frá því að stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hafi skorað á ríkisstjórnina að framlengja gildistíma á verkefninu „Allir vinna“ út árið 2022. Að mati stjórnar SSNV hefur verkefnið skilað góðum árangri og skapað aukna atvinnu í kjölfar Covid-19. Fjölmargir hafi ráðist í framkvæmdir við fasteignir sínar og nýtt sér þann afslátt af virðisaukaskatti sem verkefnið felur í sér.

„Til áréttingar er um að ræða tímabundna hækkun á endurgreiðslu virðisaukaskatts úr 60% í 100% auk þess sem heimilt hefur verið sækja um endurgreiðslu til fleiri verkefna en áður. Gilda rýmkuð ákvæði út árið 2021. Stjórn SSNV telur afar brýnt að hækkað endurgreiðsluhlutfall ásamt víðtækari heimildum til endurgreiðslu verði framlengd,“ segir í bókun stjórnar SSNV frá 7. desember síðastliðnum.

Heimild: Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir