Vantar fólk í spennandi og gefandi starf

Brunavarnir Skagafjarðar auglýsir eftir starfsmanni í tímabundið starf slökkviliðs- og sjúkraflutningamanns. Einnig er auglýst eftir starfsfólki í 4 hlutastörf.  Umsóknarfrestur til 28. desember 2012 og henta störfin konum jafnt sem körlum.

Starfið felst í vinnu við slökkvi- og sjúkraflutningaþjónustu, slökkvitækjaþjónustu og annarra starfa á slökkvistöð. Umsækjendur skulu m.a. hafa góða líkamsburði, gott andlegt og líkamlegt heilbrigði. Hafa góða sjón og heyrn,  rétta litaskynjun og vera ekki haldnir lofthræðslu eða innilokunarkennd. Hafa iðnmenntun (sveins- eða vélstjórapróf) sem nýtist í starfi slökkviliðsmanna eða sambærilega menntun (stúdentspróf) og reynslu. Standast læknisskoðun og þrekpróf.

Skila skal rafrænum umsóknum með ferilskrá, í íbúagátt sveitarfélagsins eða á heimasíðu sveitarfélagsins.

Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri og formaður Almannavarna Skagafjarðar er í viðtali í nýjasta tölublaði Feykis og leiðir þar blaðamann Feykis í sannleikann um starfið, sem hann hefur sinnt af eldmóð í 24 ár, og veitir um leið innsýn í heim þessarar fórnfúsu stéttar í von um að kveikja áhuga hjá verðandi slökkviliðsmönnum.

Hér eru svipmyndir frá æfingu slökkviliðsins sem fór fram við Lindagötu á Sauðárkróki í síðustu viku.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir