Útibú Arionbanka á Sauðárkróki gefur húsgögn og málverk á sjúkrahúsið

Á meðfylgjandi mynd standa Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga, Kristrún Snjólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur, Sigrún Ólafsdóttir, útibússtjóri Arion, og Þorsteinn Þorsteinsson, yfirlæknir, fyrir framan eitt verkanna sem gefin voru en þar er eftir Ragnar Pál Einarsson. Aðsend mynd.
Á meðfylgjandi mynd standa Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga, Kristrún Snjólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðingur, Sigrún Ólafsdóttir, útibússtjóri Arion, og Þorsteinn Þorsteinsson, yfirlæknir, fyrir framan eitt verkanna sem gefin voru en þar er eftir Ragnar Pál Einarsson. Aðsend mynd.

Vegna breytinga á húsnæði útibús Arionbanka á Sauðárkróki þurfti að finna nýjan stað fyrir stóla og sófa sem ekki nýttust lengur þar en að sögn Sigrúnar Ólafsdóttur, útibússtjóra er að ræða muni sem voru í góðu ásigkomulagi en pössuðu ekki lengur í nýtt útibú. Auk þessa færði bankinn sjúkrahúsinu tólf málverk til eignar.

Málverkin voru eign bankans, eða útibúsins, og ýmist tengjast Skagafirði eða eru eftir Skagfirðinga svo sem Ástu Páls, Jónas Guðmundsson og Ragnar Pál Einarsson.

„Við erum virkilega ánægð með nýja staðsetningu á húsgögnum og listaverkum og erum viss um að þau muni nýtast vel,“ segir Sigrún. 
Mikil ánægja er á HSN með þessa höfðinglegu gjöf og er þegar búið að koma stólum og sófum fyrir á flestum hæðum sjúkrahússins. Er nú verið að vinna í því að finna staðsetningar fyrir málverkin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir