Tindastóll og Þór Akureyri keppa í kvöld

Í dag etja kappi í Bikarkeppni KSÍ lið Tindastóls sem leikur í 2. deild og lið Þórs frá Akureyri sem leikur í 1. deild. Leikurinn fer fram á Akureyri og hefst kl. 19:00.

„Lið Tindastóls hefur byrjað illa í 2. deildinni og tapað tveimur fyrstu leikjunum sínum. Þórsarar unnu hinsvegar góðan sigur í síðasta leik sínum í 1. deildinni. Það verður hart barist inni á vellinum en ekki síður á hliðarlínunni þar sem feðgarnir Siggi Donna og Donni sonur hans stýra liðunum,“ segir á facebook-síðu Stuðningsmanna knattspyrnudeildar Tindastóls.

Ennfremur segir að hvissast hefur að Þórsarar verði með auka gæslu til að þessum drengjum lendi ekki saman en báðir eru skapmenn miklir og ekki síður keppnismenn.

„Við hvetjum strákana okkar áfram í kvöld..... Áfram Tindastóll,“ segir loks á síðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir