Þorskur með pistasíusalsa átti vinninginn
Matarilmurinn angaði um Árskóla í gær þegar hin árlega Kokkakeppni skólans fór fram. Fimm lið reiddu fram girnilega rétti sem dómararnir Eiður Baldursson matreiðslumeistari, Ágúst Andrésson kjötiðnarmeistari og Kolbrún Þórðardóttir kennari í Árskóla smökkuðu á áður en þeir gáfu út úrskurð sinn um hver þeirra ætti vinninginn.
Í fyrsta sæti var lið Matthildar Kemp Guðnadóttur, Brynju Sif Harðardóttur og Jónu Maríu Eiríksdóttur en þær elduðu Ofnbakaðan þorsk með pistasíusalsa sætkartöflumús og sojasmjörsósu.
Í öðru sæti voru þær Sunna Líf Óskarsdóttir, Bergrún Sóla Áskelsdóttir og Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir með Lakkrískryddað lambafille, og í þriðja sæti voru strákarnir Hinrik Pétur Helgason, Sigurður Jóhann Árnason og Elvar Ingi Hjartarson sem voru með sykurbrúnaðan þorsk borinn fram með sætukartöflumús með rifnum piparosti, en þeir áttu sjálfir hugmyndina af uppskriftinni.
Hér eru nokkrar myndir frá keppninni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.