Stafrænar lausnir innleiddar hjá embætti byggingarfulltrúa

Fram kemur á síðunni skagafjordur.is að Sveitarfélagið Skagafjörður hafa tekið í notkun hugbúnaðarlausnina OneLandRobot frá OneSystems. Segir þar að þetta auðveldi almenningi aðgengi að rafrænni þjónustu sveitarfélagsins vegna byggingarleyfisskyldra framkvæmda.

Byggingarleyfisumsóknir og tilkynningar um framkvæmdir fara nú fram í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins með rafrænum skilríkjum.
Hugbúnaðurinn býður uppá rafræn samskipti við umsækjendur, hönnuði, byggingarstjóra og iðnmeistara með rafrænni skráningu á verk. Hægt verður að fylgjast með stöðu umsókna í íbúagátt sveitarfélagsins.
Þetta ætti allt að gera aðgengi umsækjenda betra og eftirfylgni umsókna ætti að verða skilvirkari hjá embætti byggingarfulltrúa.

Einnig er nú unnið að því að skanna inn teikningar og fyrirhugað er að þær verði aðgengilegar inni á kortasjá heimasíðu sveitarfélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir