Sótt um lóð fyrir íbúðablokk á Blönduósi
Fimm nýjar íbúðir risu við Sunnubraut á Blönduósi á dögunum en um er að ræða raðhús sem Hrafnshóll byggir fyrir Nýjatún þá sömu og byggðu fimm íbúða raðhús við Smárabraut á síðasta ári. Búist er við að íbúðir verði tilbúnar um mitt sumar.
Nýjatún er leigufélag í eigu Hrafnshóls ehf. en nú hefur Bæjartún, íbúðafélag hses, sem einnig er tengt sama fyrirtæki, sótt um lóðina Hnjúkabyggð 29 til byggingar 15 til 20 íbúða fjölbýlishúss á tveimur til þremur hæðum.
Í fundargerð skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar Blönduósbæjar segir að umrædd lóð sé á deiliskipulögðu svæði við Hnjúkabyggð, sem er ætluð fyrir allt að fimm hæða fjölbýlishús fyrir 20 íbúðir, og sé tilbúin til úthlutunar. Lóðarúthlutuninni var vísað til afgreiðslu byggðaráðs.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.