Smá rumpa um páskana - Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Svona var umhorfs við bæjardyr Feykis og Nýprents í morgun. Mynd: PF.
Svona var umhorfs við bæjardyr Feykis og Nýprents í morgun. Mynd: PF.

Föstudaginn 5. mars kl 14:00 mættu átta félagar til fundar í Veðurklúbbnum á Dalbæ og spáðu fyrir veðrinu í mars. Í skeyti Dalbæinga kemur fram að fundarmenn hafi verið sáttir með veðrið í febrúar sem var þó heldur hlýrra en þeir áttu von á.

„Nýtt tungl kviknar 13. mars kl 10:21 í suðaustri, það er páskatunglið og gera má ráð fyrir áframhaldandi góðri tíð og jafnvel enn hlýrra. Áfram suðlægar áttir. Það gæti samt gert smá rumpu um páskana,“ segir í skeyti spámanna og ekki hægt annað en að vera sáttur með þá spá. Fundi lauk kl 14:30.

Að venju fylgir veðurvísa kveðjum frá Veðurklúbbnum á Dalbæ.

Febrúar á fannir
þá læðist geislinn lágt.
Í mars þá blæs oft biturt
en birtir smátt og smátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir