Sláturtíð hefst 3. september hjá SAH Afurðum

Undirbúningur sláturtíðar hjá SAH Afurðum ehf. er nú í fullum gangi og margt sem þarf að huga að á tímum kórónuveirufaraldurs. Á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að mikið og gott samstarf hefur verið við Embætti landlæknis, almannavarnir og landssamtök sláturleyfishafa til að draga úr hættu á COVID-19 kórónuveiru smiti og einnig að koma með leiðbeiningar fyrir starfsfólk á þessum erfiðu og sérstöku tímum. Sláturtíð hefst 3. september og áætlað að henni ljúki 20. október.

Bændur og aðrir utanaðkomandi gestir er ekki heimilaður aðgangur að afurðastöð, skrifstofu né mötuneyti sem þýðir að bændur geta ekki framvísað sínu fé, né fylgst með við kjötmat. „Því er mjög mikilvægt að móttökukvittun frá bílstjóra sé rétt útfyllt. Vigtarseðlar verða sendir út í tölvupósti og eru bændur hvattir til að hringja og óska eftir sínum vigtarseðli berist seðilinn ekki í tölvupósti í lok sláturdags í símarnúmerið 455-2200.

Bændur eru hvattir til að viðhalda 2 metra nálægðartakmörkun frá bílstjórum þegar fé er sótt á bæi.“

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir