Skokkið fer af stað í tuttugasta sinn
Skokkhópurinn á Sauðárkróki fer af stað þann 26. maí nk. en þetta er 20. sumarið sem hópurinn skokkar saman. „Endilega komið og verið með, það kostar ekkert að mæta og prófa,“ sagði Árni Stefánsson, sem heldur utan um hópinn, í samtali við Feyki.
Vakin skal athygli á því að hlaup eru ekki skilyrði fyrir þátttöku, því hægt er að ganga, skokka, hjóla, hafa með sér barnakerrur og börn, í bakpoka, á hjóli eða gangandi. Þetta er því kjörin fjölskyldusamvera og ávallt eru fundnar leiðir og æfingar við hæfi hvers og eins.
Æft verður mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga klukkan 17:30-18:30 en á laugardagsmorgnum klukkan 9. Verð fyrir þátttöku allt sumarið er kl. 16.000 og veittur er fjölskylduafsláttur. Af þátttökugjaldi renna ávallt 1.000 krónur til góðs málefnis.
Hópurinn hittist hjá sundlauginni og jafnan er lagt upp þaðan. Lögð er áhersla á fjör og létta stemningu. Ávallt er farið varlega af stað með byrjendur og æfingin sniðin að þörfum hvers og eins. Árni gefur nánari upplýsingar í síma 864 3959.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.