Skagfirskir sauðfjárbændur verðlauna úrvals ræktendur

Besta veturgamla hrútinn á síðasta ári, Stein frá Grindum, á Rúnar Páll Hreinsson. Aðsendar myndir.
Besta veturgamla hrútinn á síðasta ári, Stein frá Grindum, á Rúnar Páll Hreinsson. Aðsendar myndir.

Félag sauðfjárbænda í Skagafirði héldu aðalfund sinn þann 1. febrúar á Löngumýri og voru veitt verðlaun fyrir framleiðsluárin 2021 og 2022 þar sem ekki náðist að halda aðalfund á seinasta ári. Veitt voru verðlaun í níu flokkum fyrir árin tvö og fengu verðlaunahafar viðurkenningarskjöl og rós frá Starrastöðum og hrútarnir fengu farandgrip til vörslu í eitt ár.

Flest lömb til nytja eftir fullorðnar ær -100 eða fleiri
2022 - Laufhóll með 116 ær og 1.93 lömb til nytja
2021 - Ás 1 með 140 ær og 1.96 lömb til nytja

Afurðahæsta búið - Veturgamlar ær
2022 - Laufhóll, Eysteinn og Aldís, með 38 veturgamlar og 22.7 kg eftir á
2021 - Ytri -Hofdalir, Þórarinn og Þórdís, með 48 veturgamlar 22.3 kg eftir á

Afurðahæsta búið - 100 til 299 ær
2022 - Ytri-Hofdalir, Þórarinn og Þórdís, 163 ær með 36.9 kg eftir á.
2021 - Hóll, Jón og Hrefna, með 197 ær og 39.6 kg eftir á.

Afurðahæsta búið - 300 ær eða fleiri
2022 - Ríp 1, Birgir , með 346 ær og 34.2 kg eftir á.
2021 - voru tvö bú jöfn
Ytra-Vallholt, Björn Gretar og Harpa, með 599 ær og 34 kg eftir á.
Og Ríp 1, Birgir, með 380 ær og 34 kg eftir á.

Besti sláturlambahópurinn 100-399 dilkar
2022 - Ytri -Hofdalir, Þórarinn og Þórdís, 258 lömb, Fallþungi : 21.3 kg, gerð: 11.2, Fita 7.96 og vaxtarhraði : 141 g/dag
2021 - Keldudalur , Þórarinn og Guðrún, 114 lömb, fallþungi 20.7kg gerð:11.21, fita 7.62 og vaxtarhraði 145g/dag

Besti sláturlambahópurinn -400 dilkar eða fleiri
2022 - Ríp 1,Birgir, 500 lömb, fallþungi 19.4 kg , gerð: 11.8 , gerð : 7.79 og vaxtarhraði 120 g/dag.
2021 - Keta, Guðrún Halldóra, 534 lömb, fallþungi : 18.6 kg, gerð:10.61, fita : 7.64 og vaxtarhraði 145 g/dag.

Hæst stigaði lambhrúturinn
2022 - Brimir 20-250 frá Ríp 1. Stig: 90.5. Eig. Birgir.
2021 - Týr 21-342 frá Árgerði. Stig : 91.5. Eig: Kristján og Linda

Besti veturgamli hrúturinn
2022- Steinn 21-238 frá Grindum. Eig. Rúnar Páll
2021- Massi 20-031 frá Brúnastöðum . Eig. Jóhannes og Hjördís

Kynbótahrúturinn
2022- Moli 18-704 frá Neðra-Hóli. Eig. Sindri og Erna á Breið.
2021- Rikki 19-151 frá Syðri - Ingveldarstöðum. Eig Úlfar og Sveinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir