Skagfirðingabraut lokuð að hluta um helgina og opnunartímar sundlauga

Fánaborg UMFÍ á Sauðárkróksvelli. Mynd: Ómar Bragi Stefánsson
Fánaborg UMFÍ á Sauðárkróksvelli. Mynd: Ómar Bragi Stefánsson

Vegna Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fer um helgina verður Skagfirðingabraut að hluta til lokuð frá Öldustíg að innkeyrslu við bílastæði Árskóla, föstudag, laugardag og sunnudag, 4.-6. ágúst, milli kl 8:00 og 18:00.

Einnig er vakin athygli á breyttum opnunartíma í Sundlaug Sauðárkróks á laugardegi og sunnudegi. Keppt verður í sundi á laugardagsmorgninum og opnar laugin kl 13:00 þann daginn og opið verður lengur á sunnudeginum eða til kl 20:00. Opnunartími í Varmahlíðarlaug lengist og er opið til kl 18:00 á laugardegi og sunnudegi. Opið verður í Sólgarðalaug á mánudeginum en opnunartími í sundlauginni á Hofsósi er sá sami frá 9:00 til 21:00.

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir