Sigrún fagnar aldarafmæli í dag
Sigrún Ólöf Snorradóttir, kennd við Stóru-Gröf í Langholti þar sem hún ólst upp, fagnar 100 ára afmæli sínu í dag en hún er fædd þann 11. mars 1913. Í tilefni af stórafmælinu hélt Sigrún afmælisveislu í sal Dvalarheimilisins á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki í gær og safnaðist fjölmenni þar saman til að fagna þessum merku tímamótum í lífi Sigrúnar.
Foreldrar Sigrúnar eru hjónin Snorri Stefánsson, bóndi í Stóru-Gröf, f. 1878, d. 1967, og Jórunn Sigurðardóttir, f. 1882, d. 1960. Börn þeirra hjóna voru sex og náðu þrjú þeirra fullorðinsaldri: Sigrún, Sigurður og Guðrún.
Eiginmaður Sigrúnar hét Evert Skagfjörð Þorkelsson f. 1918, d. 1996. Saman eignuðust þau sex börn; Guðlaug Jens Björn, Snorra Jörund, Jóhönnu, Stefán Þorkel, Karlottu og Tómas Ásgeir.
Lesa má viðtal við Sigrúnu í næsta tölublaði Feykis sem kemur út nk. fimmtudag en hér fyrir neðan eru nokkrar myndir frá afmælisveislunni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.