Seldu handgerð kort til styrktar Úkraínu

Fyrir skömmu færðu fjórar duglegar stúlkur Rauða krossinum söfnunarfé til aðgerðanna sem samtökin standa fyrir í Úkraínu.

Bjuggu þær til kort og seldu í Skagfirðingabúð á Sauðárkróki við góðar viðtökur, þar sem þær söfnuðu rúmlega 31 þúsund krónum. Stúlkurnar heita Brynja María Baldvinsdóttir, Árelía Margrét Grétarsdóttir, Álfrún Anja Jónsdóttir og Júlía Marín Helgadóttir. 
Á heimasíðu Rauða krossins  er þessum duglegu stelpum þakkað kærlega fyrir sitt framlag til mannúðarmála!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir