Sameiningartillagan felld á Skagaströnd og í Skagabyggð

Í gær var kosið um sameiningartillögu fjögurra sveitarfélaga í austur Húnavatnssýslu; Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps, Skagabyggðar og Skagastrandar. Tillagan var felld á Skagaströnd þar sem  69,2 % íbúa sögðu nei við sameiningu og í Skagabyggð  54,7 % íbúa sem sögðu nei. 89,4 % íbúa í Blönduósbæ sögðu já við sameiningu og í Húnavatnshrepp sögðu 56,6 % íbúa já.


"Sveitarstjórnirnar fjórar hafa lýst því yfir að þær muni ekki nýta heimild í 2. mgr. í 120. gr. sveitarstjórnarlaga, komi til þess að sameiningartillaga verði samþykkt af íbúum í hluta sveitarfélaganna, nema að undangengnu samráði við íbúa. Í því felst að hafni íbúar einhvers sveitarfélaganna tillögu um sameiningu í kosningum, munu aðrar sveitarstjórnir ekki taka ákvörðun um sameiningu þeirra sveitarfélaga án þess að hafnar verði nýjar sameiningarviðræður og kosið að nýju," segir á vef sameininganefndar, hunvetningur.is.

/SMH


 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir