Sæluvika Skagfirðinga sett í dag
Sæluvika Skagfirðinga hefst í dag með formlegri setningu í Safnahúsi Skagfirðinga kl. 13:00. Þar verða samfélagsverðlaun Skagafjarðar veitt í 7. sinn, úrslit í vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga tilkynnt, fjallkonukyrtill Pilsaþyts verður til sýnis og kaffiveitingar og kaka í boði fyrir gesti.
Ýmislegt verður í boði alla vikuna en í dag má sækja fjölda viðburða líkt og Litbrigði samfélags - myndlistarsýningu Sólons, félags myndlistarfólks í Skagafirði og nágrenni. Sýningin er haldin í Gúttó og stendur yfir dagana 23. apríl - 1. maí. Opið verður á virkum dögum frá kl. 15-18 og um helgar frá kl. 13-16.
Flóamarkaður í Melsgili
Kvenfélag Staðarhrepps verður með flóamarkað, kökubasar og veitingasölu í félagsheimilinu Melsgili frá kl. 14:00 -17:00. Allir velkomnir.
Króksbíó sýnir Þrjótana
Kvikmyndin Þrjótarnir sýnd í Króksbíói kl. 15. Íslenskt tal.
Miðapantanir í síma 855 5216. Miðasala opin frá 17-20 virka daga og frá 12-20 um helgar.
Félagsvist í Safnaðarheimilinu
Spilað til styrktar flóttabörnum frá Úkraínu. Verðlaun og kaffiveitingar. Allir velkomnir. Styðjum gott málefni. Kortið á 2.000 kr. Enginn posi á staðnum.
Veitingastaðurinn Hofsstöðum - Matur og drykkur
Veitingastaðurinn á Hofsstöðum er opinn frá klukkan 18:00-21:00. Borðapantanir síma 453 7300 eða á info@hofsstadir.is.
Tónleikar Kvennakórsins Sóldísar
Kvennakórinn Sóldís býður á tónleika í Miðgarð þann 24. apríl kl. 20. Enginn aðgangseyrir. Verið velkomin!
Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir leikritið NEI RÁÐHERRA kl 20 í Bifröst.
Miðapantanir í síma 849 9434
Tindastóll-Njarðvík kl. 20:15
Lið Tindastóls mætir liði Njarðvíkur í 2. leik undanúrslitakeppninnar í Subwaydeildinni. Áfram Tindastóll!
Engin Sæluvikudagskrá var gefin út að þessu sinni í prentuðu formi en á Facebooksíðunni Sæluvika Skagfirðinga og heimasíðunni www.saeluvika.is. er hægt að nálgast viðburði vikunnar sjá einnig HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.