Roðleður sigrar Norðansprotann 2022

 

Lokaviðburður Norðansprota 2022 fór fram föstudaginn 20. maí í Háskólanum á Akureyri. Þar var leitað að áhugaverðustu nýsköpunarhugmyndum Norðurlands á sviði matar, vatns og orku.

Að viðburðinum stóðu Norðanátt, Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Hólum.

Fjölbreyttar umsóknir bárust í hugmyndasamkeppnina og voru sex teymi valin af dómnefnd til að kynna verkefni sín á lokaviðburðinum. Viðburðurinn var einnig í streymi og er hægt að nálgast upptöku hér.

María Dís Ólafsdóttir lífverkfræðingur og framkvæmdastjóri AMC ehf bar sigur úr býtum með nýsköpunarverkefnið Roðleður og hlaut titilinn Norðansprotinn 2022 ásamt 500 þúsund krónum í verðlaunafé, en með henni í teymi er Leonard Jóhannson. Roðleður snýst um að þróa nýja aðferð þar sem búið er til leður úr roði í stærri einingum en áður hefur fengist. Roðleðrið verður hægt að fá í metravís og í mörgum litum og þykktum.

Liðin sex sem valin voru í úrslit voru

  • Roðleður – Sigurvegari Norðansprota 2022
  • Tólgarsmiðjan
  • Pelliscol
  • Ylur
  • Nordic Wine & View
  • Ísponica

Í dómnefnd Norðansprota 2022 sátu Hólmfríður Sveinsdóttir, verkefnastjóri og verðandi rektor Háskólans á Hólum, Hreinn Þór Hauksson, framkvæmdastjóri viðskipta- og vöruþróunar hjá Íslenskum verðbréfum, Rannveig Björnsdóttir, dósent hjá Háskólanum á Akureyri, Lilja Pálmadóttir hjá Horfstorfu, Eyrún Gígja Káradóttir verkefnastjóri hjá Vistorku og Svava Björk Ólafsdóttir, stofnandi RATA.

/ssnv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir