Opinn streymisfundur um Mælaborð landbúnaðarins

Mynd: Stjornarradid.is/Golli
Mynd: Stjornarradid.is/Golli

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnir Mælaborð landbúnaðarins á opnum streymisfundi í dag kl. 13. Stofnun mælaborðsins er hluti af samkomulagi ríkis og bænda við endurskoðun rammasamnings búvörusamninga en þar kemur fram að nauðsynlegt þyki að hafa yfirsýn yfir framleiðslu, sölu og birgðir í landinu m.a. vegna fæðuöryggis og slíkur gagnagrunnur eykur gagnsæi.

Í frétt landbúnaðarráðuneytisins segir að þá sé mælaborðið liður í aðgerðaráætlun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til að mæta áhrifum COVID-19 heimsfaraldurs á íslenskan landbúnað.

„Mælaborðið hefur mikið upplýsingagildi fyrir almenning, fjölmiðla, Alþingi og stjórnsýsluna. Það er sérstaklega gagnlegt fyrir stjórnvöld, bændur og samtök bænda, samtök atvinnurekenda, verkalýðsfélög, háskólasamfélagið og greiningaraðila.Stofnun mælaborðsins er hluti af samkomulagi ríkis og bænda við endurskoðun rammasamnings búvörusamninga en þar kemur fram að nauðsynleg þyki að hafa yfirsýn yfir framleiðslu, sölu og birgðir í landinu m.a. vegna fæðuöryggis og slíkur gagnagrunnur eykur gagnsæi,“ segir á vef ráðuneytisins.

Hægt verður að fylgjast með fundinum hér: https://youtu.be/vxbPexD1GT8 eða á Feyki.is hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir