Opið hús í Útibúinu, skrifstofusetri á Hvammstanga
Á dögunum greindi SSNV frá því að búið væri að velja nafn á skrifstofusetrið sem sett hefur verið upp í húsnæði Landsbankans, Höfðabraut 6, á Hvammstanga. ÚTIBÚIÐ er nafnið var valið eftir að óskað hafði verið eftir tillögum að nafni.
“ÚTIBÚIÐ er nafnið sem varð ofan á - enda skemmtileg vísun, annars vegar í þá starfsemi sem verið hefur í húsnæðinu um árabil og verður áfram. Hins vegar vísar nafnið í að fyrirtæki og stofnanir geta sett upp sín útibú í aðstöðunni,” segir á vef SSNV en skrifstofur SSNV hafa verið fluttar í Útibúið.
SSNV býður fólki á opið hús í Útibúinu á morgun, 3. Júní frá 16-18.
“Þar gefst tækifæri til að skoða aðstöðuna og kynna sér starfsemi SSNV. Verið öll velkomin - til að hægt verði að fylgja öllum sóttvarnarreglum vinsamlegast meldið ykkur á viðburðinn hér á fb https://fb.me/e/BiIfDMPJ”, segir á vef SSNV.
/SMH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.