Nýr slökkvibíll væntanlegur á Skagaströnd
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
18.08.2020
kl. 12.10
Slökkvilið Skagastrandar ætlar að fjárfesta í nýjum slökkvibíl. Á sveitarstjórnarfundi Skagastrandar í síðustu viku var lagt fram tilboð frá fyrirtækinu Feuerwehrtechnik Berlin í bifreið af tegundinni Man TGM. Bíllinn er með 3.000 lítra vatnstank og 300 lítra froðutank ásamt því að vera búin öllum helsta búnaði sem nauðsynlegur er til slökkvistarfa. Bíllinn kostar um 35 milljónir króna og var sveitarstjóra falið að ganga frá samningi um kaupin. Kemur þetta fram á fréttavef Húna.
Starfssvæði Slökkviliðs Skagastrandar nær yfir Skagaströnd og Skagabyggð frá Laxá í Refasveit að Skagatá. Slökkviliðið hefur yfir að ráða einum slökkvibíl, Mercedes Bens árgerð 1977 auk ýmiskonar aukabúnaðar.
/SHV
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.