Ný leikskólaviðbygging ferðaðist um Þjóðveg 1 í nótt

Í morgun var hafist handa við að koma viðbyggingu leikskólans Ársala við Árkíl á Sauðárkróki á sinn stað en um er að ræða einingar frá Eðalbyggingum á Selfossi. Fór flutningurinn fram í nótt en lagt var af stað frá Selfossi um kl. 21 í gærkvöldi og rétt fyrir klukkan 5 í morgun liðaðist fimm trukka bílalest í lögreglufylgt inn í Krókinn með farangurinn.

Þarna var á ferðinni tveggja deilda eining sem tengd verður við aðalhúsið við Árkíl. Til stóð að skipta verkinu upp í tvo áfanga og stóðu vonir til að taka fyrri áfanga hússins í notkun núna í apríl, sem ljóst er að ekki verður. En þar sem öll einingin er komin á staðinn mun öll viðbyggingin væntanlega verða komin í gagnið fyrr en spár gerðu ráð fyrir.

Hér fyrir neðan má sjá þegar bílalestin mætti í bæinn:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir