N1 kaupir bensínmenguðu húsin á Hofsósi
RÚV sagði frá því fyrir helgi að N1 hafi keypt tvö hús á Hofsósi sem staðið hafa tóm í tæp þrjú ár vegna bensínmengunar á staðnum. Mun þetta vera hluti af samkomulagi fyrirtækisins við eigendur húsanna enda húsin enn ónothæf og verða það þangað til hreinsunar- og mótvægisaðgerðir teljast fullnægjandi. Um er að ræða íbúðarhús við Suðurbraut 6 og veitingahús við Suðurbraut 10 en fimm manna fjölskylda flutti úr íbúðarhúsinu í desember 2019 og veitingastaðnum lokað um mánuði síðar.
RÚV hefur eftir Ásdísi Jónsdóttur, gæðastjóra N1, að kaupin séu liður í samkomulagi sem gert var við eigendur húsanna. Loftræstibúnaður hafi verið settur í húsin en á þeim væri kvöð, sem Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra setti, um að ekki megi búa þar eða starfa fyrr en minnst þremur mánuðum eftir að mengunin væri komin niður fyrir ákveðin mörk. Ásdís segir að óráðið sé hvort húsin verða seld þegar því viðmiði væri náð.
Sjá nánar HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.