Mottumars: Einn fyrir alla allir fyrir einn

Nú styttist í Mottumars, árlega vitundarvakningu Krabbameinsfélagsins um krabbamein hjá körlum. Í ár endurvekjum við Mottukeppnina. Með henni sýna karlar samstöðu sem skiptir öllu máli. Þriðji hver karlmaður getur því miður reiknað með að greinast með krabbamein á lífsleiðinni og hinir tveir eru feður, bræður, synir og vinir.

Hver einasti maður skiptir okkur máli - því segjum við „Einn fyrir alla, allir fyrir einn”. Í Mottukeppninni skorum við á karla að safna bæði mottu og áheitum og sýna þannig samstöðu sína í verki.

Byrjaðu að safna núna!
Skráning í Mottukeppnina hefst í lok febrúar. Hægt er að skrá sig sem einstakling í keppnina og svo er hægt að skrá bæði fyrirtækjalið og hópa. Það geta allar mottur verið með, stærðin skiptir ekki máli!
Skráðu þig á póstlistann svo þú verðir fyrstur til að fá fréttirnar þegar formleg skráning byrjar.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir