Mette og Skálmöld frá Þúfum tóku fjórganginn
Fyrsta mót ársins í Meistaradeild KS fór fram í Reiðhöllinni Svaðastöðum í gærkvöldi þar sem keppt var í fjórgangi. Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum stóðu uppi sem sigurvegarar, þriðja árið í röð.
Á Facebook-síðu Meistaradeildar KS segir að mótið hafi gengið vel fyrir sig þar sem knapar létu ekki bíða eftir sér. Nýjar sóttvarnarreglur gáfu leyfi fyrir ákveðnum fjölda áhorfenda í sal sem skapaði skemmtilega stemningu en einnig var mótið sent út á Tindastól TV.
Sigurvegari kvöldsins var Mette Mannseth á Skálmöld frá Þúfum með einkunnina 7,60 en þær vinkonur sigra þessa grein þriðja árið í röð. Í öðru sæti endaði Randi Holaker með Þyt frá Skáney, þriðja sæti Védís Huld Sigurðardóttir og Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum og jafnir í 4.-5. sæti urðu Bjarni Jónasson með Hörpu Sjöfn frá Hvolsvelli og Þórarinn Eymundsson með Hnjúk frá Saurbæ.
Sjá nánar um úrslit HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.