Mette Mannseth og Skálmöld sigruðu í gæðingafimi
Annað mótið í Meistaradeild KS fór fram í gærkvöldi í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Keppt var í Gæðingafimi en sú grein er afar krefjandi keppnisgrein og var í fyrsta skipti í gær keppt á þriðja stigi í gæðingafimi LH. Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum eru á feikna flugi en þær stóðu uppi sem sigurvegarar gær annað mótið í röð.
Á Facebooksíðu Meistaradeildarinnar segir að þrjú lið hafi teflt fram leynigestum að þessu sinni. Lið Hofstorfan - 66°norður tefldi fram Ragnhildi Haraldsdóttur á Úlfi frá Mosfellsbæ, lið Leiknis Fredricu Fagerlund og Stormi frá Yztafelli og lið Equinics Ólöfu Rún Guðmundsdóttur og Snót frá Laugardælum. Upphitunarknapar kvöldsins voru Eva Dögg Pálsdóttir á Rökkva frá Rauðalæk og Guðný Margrét Siguroddsdóttir á Reyk frá Brennistöðum.
Úrslit kvöldsins voru eftirfarandi:
1. Mette Mannseth og Skálmöld frá Þúfum 8,63
2. Gísli Gíslason og Trymbill frá Stóra-Ási 8,27
3. Ragnhildur Haraldsdóttir og Úlfur frá Mosfellsbæ 8,20
4. Fredrica Fagerlund og Stomur frá Yztafelli 8,13
5. Þórarinn Eymundsson og Vegur frá Kagaðarhóli 7,80
6. Randi Holaker og Þytur frá Skáney 7,63
7. Fanney Dögg Indriðadóttir og Trygglind frá Grafarkoti 7,50
8. Freyja Amble Gísladóttir og Stimpill frá Þúfum 7,40
9.-10. Guðmar Freyr Magnússon og Snillingur frá Íbishóli 7,37
9.-10. Pétur Örn Sveinsson og Hlekkur frá Saurbæ 7,37
11. Barbara Wenzl og Mætta frá Bæ 7,27
12.-13. Védís Huld Sigurðardóttir og Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum 7,23
12.-13. Finnbogi Bjarnason og Einir frá Enni 7,23
14. Haukur Bjarnason og Ísar frá Skáney 7,13
15.-16. Guðmar Þór Pétursson og Ástarpungur frá Staðarhúsum 7,00
15.-16. Þorsteinn Björn Einarsson og Fannar frá Hafsteinsstöðum 7,00
17. Ólöf Rún Guðmundsdóttir og Snót frá Laugardælum 6,93
18. Vera Evi Schneiderchen og Ramóna frá Hólshúsum 6,87
19.-20. Sigrún Rós Helgadóttir og Týr frá Jarðbrú 6,80
19.-20. Elvar Logi Friðriksson og Griffla frá Grafarkoti 6,80
21. Elvar Einarsson og Muni frá Syðra-Skörðugili 6,70
22. Agnar Þór Magnússon og Þjóstur frá Hesti 6,47
23. Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Brimdís frá Efri-Fitjum 6,43
24. Daníel Gunnarsson og Strákur frá Miðsitju 5,43
HÉR má finna sundurliðun og niðurstöður kvöldsins:
Dómarar kvöldsins voru þau Hekla Katharína Kristinsdóttir, Guðmundur Björgvinsson og Atli Guðmundsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.