Menningarkvöld FNV
Menningarkvöld Nemós, nemendafélags FNV, fór fram í sal Fjölbrautarskólans sl. föstudagskvöld. Þar voru nemendur skólans búnir að setja saman metnaðarfulla dagskrá sem stóð frá kl. 20-23:30. Menningarkvöld hefur verið árlegur viðburður í FNV og er opinn fyrir almenning. Fullt var útúr dyrum og mikil stemning í húsinu.
Kynnir kvöldsins var Daníel Geir Moritz og á dagskránni var body paint, dragshow, töframaðurinn Einar einstaki steig á svið, tónlistaratriði frá FNV og Framhaldsskólanum á Laugum sem voru í heimsókn. Dómarar kvöldsins voru þau Obba Ýr Einarsdóttir, Anna Lilja Guðmundsdóttir og Fúsi Ben.
Sigurvegarar kvöldsins í body paint:
Frumlegasta atriðið: Calypso, módel: Rakel Ósk, málarar: Inga Margrét Jónsdóttir, Anna Lilja, Jódís Erla, Heiðrún Marý og Snæborg Lilja Hjaltadóttir.
2. sæti: Mystery girl, módel: Maríanna, málarar: Tinna Björk Ingvarsdóttir, Iðunn Helgadóttir, Guðný Vaka, Hugrún Pálsdóttir og Kolbrún Erla.
1. sæti: Poison, módel: Rósanna, málarar: Karen Birna, Elín Anna og Ísabella Guðmundsdóttir.
Sigurvegari í Drag Show: Daníel Þórarinsson
Skemmtiatriðin voru stórskemmtileg en Sigvaldi Helgi tók nokkur lög, Sunna Líf söng og Sigvaldi spilaði undir og svo tók Ása Svanhildur einnig tvö lög. Framhaldsskólinn á Laugum var einnig með nokkur atriði en Harpa og Agnes tóku lagið ,,Someone like you”, Aron, Aron og Jens tóku bráðskemmtilegt grínlag, Auður og Tómas tóku lag eftir konunginn Elvis Prestley og Einar einstaki skemmti áhorfendum með töfrabrögðum.
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.