Margir farnir að huga að námi næsta vetur

Í gær var Farskólinn-miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra með opið hús þar sem námsframboð næsta árs var kynnt og gestir voru hvattir til að koma með tillögur að áhugaverðum námskeiðum. Feykir var á staðnum og hitti nýútskrifaða nemendur úr Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum, ásamt gestum og gangandi sem voru að kynna sér starfsemi Farskólans.

Að sögn Halldórs Gunnlaugssonar, verkefnastjóra hjá Farskólanum, er hann ánægður með mætinguna. -Við vorum bara mjög ánægð með traffíkina, starfs- og námsráðgjafinn okkar var á útopnu allan tímann og bókaði ein 7-8 viðtöl og við fengum fínar hugmyndir að námskeiðum fyrir næsta haust. Við erum að leita að hugmyndum að námskeiðum fyrir haustið, þannig að ef fólk langar að fá einhver námskeið þá hvetjum við það til að hafa samband við mig eða okkur, segir Halldór.

Halldór segir að aðsókn í nám í vetur hafi verið ágæt, þó oft þurfi að fella niður námskeið vegna lítillar þátttöku detti önnur inn í staðinn, gjarnan í kjölfar hugmynda frá viðskiptavinum. Í vetur tóku t.a.m. nítján manns þátt í Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum, sumir luku allri námskránni en aðrir tóku eina eða fleiri námsgrein, eins og sagt er frá hér á vefnum fyrr í dag.

Eins og nýlega kom fram í frétt hér á vefnum var ákveðið á aðalfundi Farskólans að auglýsa eftir náms- og starfsráðgjafa í fullt starf, en núverandi námsráðgjafi, Aðalheiður Reynisdóttir, hefur sinnt Farskólanum sem verktaki.

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir